Viðskipti innlent

Hólmfríði sagt upp hjá IceProtein og Protis

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmfríður Sveinsdóttir er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur.
Hólmfríður Sveinsdóttir er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Vísir/Arnar Halldórsson
Hólmfríði Sveinsdóttur hefur verið sagt upp sem framkvæmdastjóra IceProtein og Protis á Sauðárkróki. 

Þetta staðfestir Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, í samtali við Feyki. Segir hann uppsögnina vera hluti af ýmsum skipulagsbreytingum sem hafi verið gerðar innan félagsins á síðustu mánuðum.

Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís framleiðslufyrirtæki. Prótís vinnur fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Þá hafa starfsmenn unnið extraktefni úr sæbjúgum, fiskprótein úr afskurði þorskflaka, kollagen úr roðinu og steinefni úr úr beinunum.

Í frétt Feykis segir að Hólmfríður, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur, hafi fengið ýmsar viðurkenningar fyrir frumkvöðlastarf sitt, meðal annars hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri, og Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins árið 2016.

Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um starfsemi fyrirtækjanna frá í apríl síðastliðinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×