Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2019 19:00 Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem eru sviptir starfsleyfi vegna fíknivandans. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá embætti landlæknisEmbætti landlæknis fer með reglubundið eftirlit með læknum og ávísunum ávanabindandi lyfja en það eru t.d. sterk verkjalyf á borð við morfín eða róandi og kvíðastillandi lyf. Þá er fylgst grannt með sjálfsávísunum en í fyrra voru 564 læknar sem ávísuðu ávanabinandi lyfjum á sjálfa sig. Verkefnastjóri lyfjamála hjá embættinu er gagnrýninn á slíkar ávísanir. „Við ætlumst til þess að þeir fái lyfin og meðhöndlun frá kollegum og að þeir séu ekki að ávísa lyfjunum sjálfir,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis og bætir við að læknar megi þó ávísa lyfjunum til eigin nota. Ólafur telur það vera óheppilegt ef það er í einhverju mæli. Hann tekur fram að af þeim 564 læknum sem ávísuðu á sjálfa sig hafi langflestir ávísað lyfjunum í litlu magni.Fimm læknar án starfsleyfis Þá getur embættið svipt lækna starfsleyfi sínu eða leyfis til að ávísa ávanabindandi lyfjum sé eitthvað í ólagi. „Núna í dag eru fimm læknar sem hafa ekki rétt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Það eru fjórir af þeim sem hafa ekki leyfi til að starfa sem læknar,“ segir Ólafur. Í tilfellum allra læknanna voru þeir sviptir leyfinu vegna eigin veikinda. Í einhverju tilfellanna vegna eigin fíknivanda og eru þeir þá grunaðir um að hafa ávísað óhóflega á sjálfa sig.Fíknivandi þekktur atvinnusjúkdómur meðal lækna„Það eru þekkt dæmi meðal heilbrigðistarfsmanna að þeir eigi oft í slíkum vanda að stríða sem er nokkurs konar atvinnusjúkdómur,“ segir Ólafur en einhver læknanna sem er án leyfis í dag var einnig grunaður um að ávísa of miklu á sjúklinga sína. Ólafur segir að í dag séu þrjú til fjögur hundruð læknar mjög virkir í ávísunum ávanabindandi lyfja til sjúklinga. í fyrra voru stofnuð 45 ný mál vegna eftirlits með ávísunum lækna sem voru til viðbótar viðönnur eldri mál. Í janúar brá embættið á það ráð að senda fimmtíu hæstu læknunum bréf. „Með upplýsingum um þeirra stöðu og upplýsingum um það að þeir séu að skera sig úr í okkar gæðavísum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að læknarnir eigi þess kost að fá leyfið á ný hafi þeir sýnt fram á að mál þeirra hafi lagast. Leyfið sé þá háð skilyrðum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira