Már varar eindregið við því að laun verði hækkuð til muna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2019 11:18 Nánast má fullyrða að verkalýðsleiðtogar munu túlka orð Más sem sprengju í kjaraviðræðurnar. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“ Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45