Danskur vottur Jehóva í sex ára fangelsi í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2019 11:17 Maður er skírður á samkomu votta Jehóva. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Rússneskur dómstóll dæmdi danskan vott Jehóva í sex ára fangelsi fyrir að skipuleggja starfsemi bannaðra öfgasamtaka í dag. Dönsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum og hvatt Rússa til að virða trúfrelsi. Dennis Christensen er 46 ára gamall byggingarstarfsmaður. Hann var handtekinn í maí árið 2017 á bænafundi í Oryol, um 320 kílómetrum suður af Moskvu. Dómstóll á svæðinu hafði lagt bann við starfsemi votta Jehóva árið áður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hæstiréttur Rússlands hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að vottar séu öfgasamtök og skipaði fyrir um að trúfélagið skyldi leyst upp um allt land. Eftir að Christensen var handtekinn hafa nærri því hundrað vottar verið ákærðir í Rússlandi. AP-fréttastofan segir að um tuttugu þeirra dúsi í fangelsi þar sem þeir bíða réttarhalda. Christensen lýsti sig saklausan af ákærunni og sagðist aðeins hafa iðkað trú sína. Vísaði hann til rússnesku stjórnarskrárinnar sem tryggði trúfrelsi. Lögmaður hans segist ætla að áfrýja dómnum sem hann telur hluta af herferð stjórnvalda gegn trúfrelsi í landinu. Rússnesk stjórnvöld hafa notað almennt orðalag í lögum um öfgasamtök til þess að ofsækja andófsmenn, pólitíska aðgerðasinna og trúarminnihluta. Danmörk Rússland Trúmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Rússneskur dómstóll dæmdi danskan vott Jehóva í sex ára fangelsi fyrir að skipuleggja starfsemi bannaðra öfgasamtaka í dag. Dönsk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum og hvatt Rússa til að virða trúfrelsi. Dennis Christensen er 46 ára gamall byggingarstarfsmaður. Hann var handtekinn í maí árið 2017 á bænafundi í Oryol, um 320 kílómetrum suður af Moskvu. Dómstóll á svæðinu hafði lagt bann við starfsemi votta Jehóva árið áður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hæstiréttur Rússlands hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að vottar séu öfgasamtök og skipaði fyrir um að trúfélagið skyldi leyst upp um allt land. Eftir að Christensen var handtekinn hafa nærri því hundrað vottar verið ákærðir í Rússlandi. AP-fréttastofan segir að um tuttugu þeirra dúsi í fangelsi þar sem þeir bíða réttarhalda. Christensen lýsti sig saklausan af ákærunni og sagðist aðeins hafa iðkað trú sína. Vísaði hann til rússnesku stjórnarskrárinnar sem tryggði trúfrelsi. Lögmaður hans segist ætla að áfrýja dómnum sem hann telur hluta af herferð stjórnvalda gegn trúfrelsi í landinu. Rússnesk stjórnvöld hafa notað almennt orðalag í lögum um öfgasamtök til þess að ofsækja andófsmenn, pólitíska aðgerðasinna og trúarminnihluta.
Danmörk Rússland Trúmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira