Guardiola talar um að bæta markatöluna fyrir leik á móti Gylfa og félögum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 11:30 Pep Guardiola ræðir málin við Gylfa Þór Sigurðsson. Getty/ Alex Livesey Manchester City getur komist aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Everton á Goodison Park í kvöld en leiknum var flýtt vegna úrslitaleik enska deildabikarsins seinna í þessum mánuði. Pep Guardiola telur að markatala gæti ráðið úrslitum um hver verður Englandsmeistari í vor og þar stendur City-liðið mun betur eins og staðan er núna. Guardiola vildi samt ekki útiloka lið eins og Tottenham, Chelsea og Manchester United í baráttunni um enska titilinn í ár þótt að umræðan síðustu mánuði hafi aðallega snúist um einvígi Liverpool og Manchester City um titilinn. „Fyrstu skilboðin til minna manna er að vinna leikinn en svo að skora fleiri mörk ef möguleiki á því og reyna svo að fá ekki á sig mark. Það gæti nefnilega farið þannig að þú gætir unnið ensku deildina á markatölu,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Everton í kvöld.Pep Guardiola has told his #MCFC team that they need to produce big wins because the title race could come down to goal difference, reports @hirstclasshttps://t.co/cEmqf7Rpzg — Times Sport (@TimesSport) February 6, 2019 „Ég er ekki að segja við mína stráka að þeir eigi að reyna að vinna 25-0. Það segi ég aldrei. Þú þarft að byrja á því að vinna leikinn en svo að hugsa um að skora fleiri mörk til að bæta markatöluna,“ sagði Guardiola. Guardiola telur jafnframt að febrúarmánuður sé liðunum í ensku deildinni erfiður. „Áður en ég kom hingað þá voru allir að tala um desember. Eftir leikinn á öðrum degi jóla þá skoðaði ég leikjadagskrána okkar og sá að þetta væri enn verra. Febrúar er erfiðari en desember,“ sagði Guardiola. „Þegar við erum komin fram í mars, samkvæmt minni reynslu, þá eru dagarnir lengri, æfingasvæðið er í betra ásigkomulaug, sólin skín og þú sérð að það styttist í enda tímabilsins. Leikvöllurinn er betri, þú getur drukkið kaffið þitt úti og ef þú ert enn þá með í fjórum keppnum þá er það mikill plús. Þá áttar þú þig að þú getur afrekað eitthvað sérstakt,“ sagði Guardiola. „Núna er staðan allt önnur þvi þessi mánuður er hræðilegur og allir leikirnir okkar eru eins og úrslitaleikir,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola has been telling his players goal difference could be crucial come May. @TelegraphDucker reports https://t.co/DGVzPsZpu0 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 5, 2019 Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira
Manchester City getur komist aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Everton á Goodison Park í kvöld en leiknum var flýtt vegna úrslitaleik enska deildabikarsins seinna í þessum mánuði. Pep Guardiola telur að markatala gæti ráðið úrslitum um hver verður Englandsmeistari í vor og þar stendur City-liðið mun betur eins og staðan er núna. Guardiola vildi samt ekki útiloka lið eins og Tottenham, Chelsea og Manchester United í baráttunni um enska titilinn í ár þótt að umræðan síðustu mánuði hafi aðallega snúist um einvígi Liverpool og Manchester City um titilinn. „Fyrstu skilboðin til minna manna er að vinna leikinn en svo að skora fleiri mörk ef möguleiki á því og reyna svo að fá ekki á sig mark. Það gæti nefnilega farið þannig að þú gætir unnið ensku deildina á markatölu,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Everton í kvöld.Pep Guardiola has told his #MCFC team that they need to produce big wins because the title race could come down to goal difference, reports @hirstclasshttps://t.co/cEmqf7Rpzg — Times Sport (@TimesSport) February 6, 2019 „Ég er ekki að segja við mína stráka að þeir eigi að reyna að vinna 25-0. Það segi ég aldrei. Þú þarft að byrja á því að vinna leikinn en svo að hugsa um að skora fleiri mörk til að bæta markatöluna,“ sagði Guardiola. Guardiola telur jafnframt að febrúarmánuður sé liðunum í ensku deildinni erfiður. „Áður en ég kom hingað þá voru allir að tala um desember. Eftir leikinn á öðrum degi jóla þá skoðaði ég leikjadagskrána okkar og sá að þetta væri enn verra. Febrúar er erfiðari en desember,“ sagði Guardiola. „Þegar við erum komin fram í mars, samkvæmt minni reynslu, þá eru dagarnir lengri, æfingasvæðið er í betra ásigkomulaug, sólin skín og þú sérð að það styttist í enda tímabilsins. Leikvöllurinn er betri, þú getur drukkið kaffið þitt úti og ef þú ert enn þá með í fjórum keppnum þá er það mikill plús. Þá áttar þú þig að þú getur afrekað eitthvað sérstakt,“ sagði Guardiola. „Núna er staðan allt önnur þvi þessi mánuður er hræðilegur og allir leikirnir okkar eru eins og úrslitaleikir,“ sagði Guardiola.Pep Guardiola has been telling his players goal difference could be crucial come May. @TelegraphDucker reports https://t.co/DGVzPsZpu0 — Telegraph Football (@TeleFootball) February 5, 2019
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Sjá meira