Verður Messi „leynigestur“ á móti Real Madrid í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 10:30 Lionel Messi mun hita upp í kvöld en mun hann spila? Getty/Jeroen Meuwsen Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira
Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjá meira