Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:01 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin. Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent