Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 19:45 Tíðni vinnuslysa hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. Yfir tvö þúsund vinnuslys á ári voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins á árunum 2015 til 2017 sem er meira en þegar mest lét í hagsveiflunni á árunum fyrir hrun. Um þriðjungur tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru meðal starfsmanna hins opinbera. Fjöldi vinnuslysa við mannvirkjagerð hefur aftur á móti dregist saman um ríflega 50% ef borið er saman við tölur síðan í hagsveiflunni fyrir hrun. Skráðum vinnuslysum hefur aftur á móti fjölgað í opinbera geiranum. 28% allra tilkynntra vinnuslysa árið 2017 voru í atvinnugreinum innan opinnberrar stjórnsýslu og þjónustu. Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá Vís, segir að þótt enn séu flest skráð slys við mannvirkjagerð, sé áhyggjuefni hve hátt hlutfall sé innan opinbera geirans. „Stærsti flokkurinn hjá hinu opinbera er lögreglan en svo er þetta bara almennt þvert yfir alla stjórnsýsluna og þjónustu hjá hinu opinbera. Það sem kannski kemur mest á óvart er að 60% af þessum slysum eru konur sem að verða fyrir líkamstjóni,“ segir Gísli.Kulnun og hvíldarskortur sérstakir áhættuþættir Í því sambandi bendir meðal annars á nýlegar kannanir um vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Við sjáum það á nýlegum könnunum á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og lækna að þar er virkilega þörf á að huga betur að þeirra starfsumhverfi. Og þá eru líkamlegt vinnuálag, andlegt vinnuálag, hvíld og kulnun oft nefnd sem miklir áhættuþættir í starfi þeirra.“ Hann segir hið opinbera þurfa að gera miklu betur þegar kemur að vinnuvernd og öryggismálum starfsmanna. „Og hefur Vinnueftirlitið í síðustu ársskýrslu sinni bent á það bara mjög afdráttarlaust að atvinnurekendur hjá hinu opinbera þurfi að taka til,“ segir Gísli. Slysin geti verið af ýmsum toga. „Þetta er eiginlega allt svona fall á jafnsléttu þegar er verið að hnjóta um hluti, renna í hálku eða bleytu. En afleiðngar af vinnuslysunum eru oft á tíðum mjög alvarlegar. Það eru tognanir, að fara úr lið og jafnvel beinbrot,“ útskýrir Gísli. Hann segir að í mörgum tilfellum geri slysin vissulega boð á undan sér. „Ein árangursríkasta forvörnin til að koma í veg fyrir vinnuslys er til dæmis að vera með svona atvikaskráningarkerfi þar sem fólk getur komið ábendingum um hættur sem eru í vinnuumhverfinu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira