Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 17:42 Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag. Vegtollar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag.
Vegtollar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira