Sala á dísilbílum féll mikið í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2019 15:00 Söluhæsta einstaka bílgerðin í Evrópu í fyrra var Volkswagen Golf. Ein athyglisverðasta þróunin í bílasölu í Evrópu á síðasta ári var 18% minnkun í sölu dísilbíla og fór hlutfall þeirra niður í 35% af öllum seldum bílum. Bensínbílar voru 58% og bílar knúnir rafmagni að hluta eða fullu og vetnis- eða metanbílar voru 7% seldra nýrra bíla. Heildarsalan í álfunni nam 15,6 milljón bílum og stóð í stað á milli ára. Sala dísilbíla féll í 20 af 27 löndum Evrópu og minnkaði sala þeirra til dæmis um 30% í Bretlandi. Heildarsala dísilbíla var 5,69 milljónir en var 6,76 milljónir árið 2017. Hlutfall seldra dísilbíla í álfunni hefur ekki verið lægra síðan árið 2001. Búast má við því að þetta hlutfall dísilbíla muni áfram fara hríðlækkandi, en margir bílaframleiðendur áforma að hætta að framleiða dísilbíla vegna hættulegrar mengunar þeirra.Góð sala umhverfismildra Sala umhverfismildra bíla jókst um 28% og nam í heild 944.800 bílum, en var 737.400 árið 2017. Sala bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni jókst mest allra gerða bíla, eða um 47%, en 24% vöxtur var í sölu Plug-in Hybrid og Hybrid bílum. Þýskaland var sem fyrr söluhæsta landið með 3.435.789 bíla skráða og næstmest var salan í Bretlandi, 2.367.147 bílar, en þar var þó 6,8% söluminnkun, sem einnig varð í Svíþjóð. Mest aukning bílasölu varð í Litháen, eða um 25,4% og salan jókst um 21,4% í Rúmeníu. Volkswagen var söluhæsta merkið í Evrópu með 1,75 milljónir bíla skráða, Renault var í öðru sæti með 1,1 milljón og Ford með 1,01 milljón. Söluhæsta staka bílgerðin var Volkswagen Golf, Renault Clio þar á eftir og Volkswagen Polo í þriðja sæti. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Ein athyglisverðasta þróunin í bílasölu í Evrópu á síðasta ári var 18% minnkun í sölu dísilbíla og fór hlutfall þeirra niður í 35% af öllum seldum bílum. Bensínbílar voru 58% og bílar knúnir rafmagni að hluta eða fullu og vetnis- eða metanbílar voru 7% seldra nýrra bíla. Heildarsalan í álfunni nam 15,6 milljón bílum og stóð í stað á milli ára. Sala dísilbíla féll í 20 af 27 löndum Evrópu og minnkaði sala þeirra til dæmis um 30% í Bretlandi. Heildarsala dísilbíla var 5,69 milljónir en var 6,76 milljónir árið 2017. Hlutfall seldra dísilbíla í álfunni hefur ekki verið lægra síðan árið 2001. Búast má við því að þetta hlutfall dísilbíla muni áfram fara hríðlækkandi, en margir bílaframleiðendur áforma að hætta að framleiða dísilbíla vegna hættulegrar mengunar þeirra.Góð sala umhverfismildra Sala umhverfismildra bíla jókst um 28% og nam í heild 944.800 bílum, en var 737.400 árið 2017. Sala bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni jókst mest allra gerða bíla, eða um 47%, en 24% vöxtur var í sölu Plug-in Hybrid og Hybrid bílum. Þýskaland var sem fyrr söluhæsta landið með 3.435.789 bíla skráða og næstmest var salan í Bretlandi, 2.367.147 bílar, en þar var þó 6,8% söluminnkun, sem einnig varð í Svíþjóð. Mest aukning bílasölu varð í Litháen, eða um 25,4% og salan jókst um 21,4% í Rúmeníu. Volkswagen var söluhæsta merkið í Evrópu með 1,75 milljónir bíla skráða, Renault var í öðru sæti með 1,1 milljón og Ford með 1,01 milljón. Söluhæsta staka bílgerðin var Volkswagen Golf, Renault Clio þar á eftir og Volkswagen Polo í þriðja sæti.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent