Reynsluakstur: Bíll sem markar tímamót Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2019 16:00 Hyundai Nexo vetnisbíllinn er bæði laglegur að utan sem innan, hlaðinn nýjustu tækni og umfram allt frábær akstursbíll. Það er eins og stíga inn í framtíðina að prófa Nexo. Svo virðist sem Hyundai hafi náð frábærum tökum á vetnistækninni í þessum vel búna og laglega bíl sem í leiðinni er umhverfisvænnÞeir eru ekki margir vetnisbílarnir enn sem komið er, en ef þessi bíll gefur tóninn eiga þeir sannarlega framtíðina fyrir sér. Fyrir það fyrsta er geggjað að aka þessum Hyundai Nexo og svo er hann eins umhverfisvænn og hægt er að vera. Orkugjafinn er vetni sem gengur í samband við súrefni og úr verður rafmagn sem knýr rafmagnsmótorana. Það sem kemur út úr bílnum er vatn og súrefni og það í sinni hreinustu mynd. Reyndar er súrefnið sem bíllinn tekur inn á sig oft á tíðum mengaðra en það sem bíllinn lætur frá sér. Bíllinn er því í leiðinni lofthreinsari.Hyundai Nexo er það góður í akstri að undrum sætir.En nóg af því hve hann er umhverfisvænn því flestir munu kunna enn meira að meta að aka og umgangast þennan gæðagrip. Hann er það góður í akstri að undrum sætir og hann er líka snarpur og kom það greinarskrifara skemmtilega á óvart, þó svo hann sé ekki alveg jafn snarpur og öflugustu rafmagnsbílar. Hyundai Nexo er með harla óvenjulega en flotta innréttingu og flóð af tökkum.Hyundai Nexo er skráður fyrir 163 hestöflum og þar sem þau koma öll inn við inngjöf er ferlega gaman að gefa honum inn. Togið er líka ansi gott, eða 395 Nm. Millihröðunin þegar bíllinn er svo kominn á nokkra ferð er ekki eins áhrifarík, en alveg viðunandi. Það gleður svo alltaf ökumann að aka um á hljóðlausum bíl, en það heyrist hreinlega ekkert í rafmótorunum.Bíllinn er hátæknivæddur og hreinlega með öllu því nýjasta.Geggjað flottur að innan Nexo er algerlega nýr bíll úr smiðju Hyundai og á fátt sameiginlegt með öðrum bílgerðum Hyundai og er auk þess harla ólíkur þeim flestum í útliti. Hann er býsna laglegur að utan og hreint hrikalega flottur að innan. Þar er hann miklu líkari lúxusbíl og efnisval og hönnun eins og gerist best. Sætin í bílnum eru dúndrandi flott, þægileg og rafstillanleg á alla vegu. Bíllinn er hátæknivæddur og hreinlega með öllu því nýjasta sem flestir bílkaupendur gera orðið kröfu um. Aftursætin eru engir eftirbátar framsætanna og þar er svo gott fóta- og höfuðrými að vel fer um stærri gerð fólks.Fullt verð bílsins er 9.658.000 kr. en endanlegt verð með stuðningi í gegnum samstarf Nýorku er um 7.800.000 krMælaborðið er stafrænt og við hlið þess er annar 12,3 tommu upplýsingaskjár þar sem varpa má flestu fram, þar á meðal frábæru leiðsögukerfi, sem er reyndar með því allra besta sem undirritaður hefur kynnst. Miðjustokkurinn milli framsætanna er með allra breiðasta móti, mjög flatur og með fullt af tökkum. Þar er auðvelt að teygja sig í fullt af stjórntækjum sem flókið reynist oft að skrolla sig í gegnum á skjáum og ber því að fagna þessu fyrirkomulagi. Stokkurinn er þó svo flatur að oft getur reynst erfitt að greina hvað hver og einn takki gerir, en það batnar þó í myrkri þegar merkingar þeirra lýsast upp.Drægi Nexo er ríflega 600 km.Framtíðarlausn sem kostar Það eru ekki margir bílaframleiðendur sem lagt hafa mikla áherslu á vetnisbíla hingað til, en þó helst Hyundai og Toyota með sinn ágæta Mirai bíl. Báðum þessum framleiðendum virðist mikil alvara miðað við fjármagnið sem þeir hafa lagt í þróun þeirra, sem og þeirra bíla sem litið hafa dagsins ljós. Það er hrikalega vandað til þessa Nexo bíls, allt virkar frábærlega og bíllinn fyllir mann trú á þessum orkugjafa sem einnar af þeim framtíðarlausnum sem heimsbyggðin leitar að til að leysa af hefðbundna mengandi bíla með brunavélum. En eins og ávallt er þróunarkostnaður við nýja tækni mikill og það vill endurspeglast í verði fyrstu afurðanna. Nexo er nefnilega ekki ódýr bíll og fullt verð hans er 9.658.000 kr. en endanlegt verð með stuðningi í gegnum samstarf Nýorku er um 7.800.000 kr. Það er ekki ósvipað verð og gjarnan er á stærri jepplingum eins og Hyundai Santa Fe eða Kia Sorrento.Mælaborðið er stafrænt og við hlið þess er annar 12,3 tommu upplýsingaskjár.Mikið drægi en fáar stöðvar Drægi vetnisbíla er einn aðalkostur þeirra og það á sannarlega við í tilfelli Nexo, en það er ríflega 600 km. Eldsneytistankur bílsins er 156,6 lítrar, en þar sem vetni er létt en orkuríkt efni vegur innihald hans, þó fullur sé, aðeins 6,33 kg. Þar kemur annar kostur vetnisbíla í ljós, en þessi léttleiki eykur aksturshæfni bílsins og það kemur greinilega í ljós við aksturinn. Að þessu leyti eru vetnisbílar líka með vinninginn yfir rafmagnsbíla sem þurfa að drattast með rafhlöður í mörg hundruð kílóa vís. Líklega er þó helsti ókosturinn enn við vetnisbíla hve óvíða er hægt að fylla á þá, en þó fer stöðvum fjölgandi og ein þeirra var nýlega opnuð í Reykjanesbæ og önnur við Vesturlandsveg í Reykjavík og fleiri stöðvar eru á leiðinni. Vetnið er framleitt í jarðvarmavirkjuninni á Hellisheiði og aðeins tekur 5 mínútur að fylla bílinn, en þrýstingurinn á nýju dælustöðvunum tryggir að tankurinn fyllist. Það vildi bregða við á fyrri vetnisstöðvunum að það næðist ekki nema að hálfu leyti.Svo virðist sem Hyundai hafi náð frábærum tökum á vetnistækninni í þessum vel búna og laglega bíl sem í leiðinni er umhverfisvænn.HYUNDAI NEXO VETNISBÍLLKostir: Útlit Aksturseiginleikar Búnaður UmhverfisvænnGallar: Fáar hleðslustöðvar VerðUm bílinn: Rafmótorar knúnir af vetni 163 hestöfl Framhjóladrif Drægi: 600 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 9,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 177 km/klst. Verð frá: 7.800.000 m.kr. Umboð: BL Kauptúni 1 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent
Það er eins og stíga inn í framtíðina að prófa Nexo. Svo virðist sem Hyundai hafi náð frábærum tökum á vetnistækninni í þessum vel búna og laglega bíl sem í leiðinni er umhverfisvænnÞeir eru ekki margir vetnisbílarnir enn sem komið er, en ef þessi bíll gefur tóninn eiga þeir sannarlega framtíðina fyrir sér. Fyrir það fyrsta er geggjað að aka þessum Hyundai Nexo og svo er hann eins umhverfisvænn og hægt er að vera. Orkugjafinn er vetni sem gengur í samband við súrefni og úr verður rafmagn sem knýr rafmagnsmótorana. Það sem kemur út úr bílnum er vatn og súrefni og það í sinni hreinustu mynd. Reyndar er súrefnið sem bíllinn tekur inn á sig oft á tíðum mengaðra en það sem bíllinn lætur frá sér. Bíllinn er því í leiðinni lofthreinsari.Hyundai Nexo er það góður í akstri að undrum sætir.En nóg af því hve hann er umhverfisvænn því flestir munu kunna enn meira að meta að aka og umgangast þennan gæðagrip. Hann er það góður í akstri að undrum sætir og hann er líka snarpur og kom það greinarskrifara skemmtilega á óvart, þó svo hann sé ekki alveg jafn snarpur og öflugustu rafmagnsbílar. Hyundai Nexo er með harla óvenjulega en flotta innréttingu og flóð af tökkum.Hyundai Nexo er skráður fyrir 163 hestöflum og þar sem þau koma öll inn við inngjöf er ferlega gaman að gefa honum inn. Togið er líka ansi gott, eða 395 Nm. Millihröðunin þegar bíllinn er svo kominn á nokkra ferð er ekki eins áhrifarík, en alveg viðunandi. Það gleður svo alltaf ökumann að aka um á hljóðlausum bíl, en það heyrist hreinlega ekkert í rafmótorunum.Bíllinn er hátæknivæddur og hreinlega með öllu því nýjasta.Geggjað flottur að innan Nexo er algerlega nýr bíll úr smiðju Hyundai og á fátt sameiginlegt með öðrum bílgerðum Hyundai og er auk þess harla ólíkur þeim flestum í útliti. Hann er býsna laglegur að utan og hreint hrikalega flottur að innan. Þar er hann miklu líkari lúxusbíl og efnisval og hönnun eins og gerist best. Sætin í bílnum eru dúndrandi flott, þægileg og rafstillanleg á alla vegu. Bíllinn er hátæknivæddur og hreinlega með öllu því nýjasta sem flestir bílkaupendur gera orðið kröfu um. Aftursætin eru engir eftirbátar framsætanna og þar er svo gott fóta- og höfuðrými að vel fer um stærri gerð fólks.Fullt verð bílsins er 9.658.000 kr. en endanlegt verð með stuðningi í gegnum samstarf Nýorku er um 7.800.000 krMælaborðið er stafrænt og við hlið þess er annar 12,3 tommu upplýsingaskjár þar sem varpa má flestu fram, þar á meðal frábæru leiðsögukerfi, sem er reyndar með því allra besta sem undirritaður hefur kynnst. Miðjustokkurinn milli framsætanna er með allra breiðasta móti, mjög flatur og með fullt af tökkum. Þar er auðvelt að teygja sig í fullt af stjórntækjum sem flókið reynist oft að skrolla sig í gegnum á skjáum og ber því að fagna þessu fyrirkomulagi. Stokkurinn er þó svo flatur að oft getur reynst erfitt að greina hvað hver og einn takki gerir, en það batnar þó í myrkri þegar merkingar þeirra lýsast upp.Drægi Nexo er ríflega 600 km.Framtíðarlausn sem kostar Það eru ekki margir bílaframleiðendur sem lagt hafa mikla áherslu á vetnisbíla hingað til, en þó helst Hyundai og Toyota með sinn ágæta Mirai bíl. Báðum þessum framleiðendum virðist mikil alvara miðað við fjármagnið sem þeir hafa lagt í þróun þeirra, sem og þeirra bíla sem litið hafa dagsins ljós. Það er hrikalega vandað til þessa Nexo bíls, allt virkar frábærlega og bíllinn fyllir mann trú á þessum orkugjafa sem einnar af þeim framtíðarlausnum sem heimsbyggðin leitar að til að leysa af hefðbundna mengandi bíla með brunavélum. En eins og ávallt er þróunarkostnaður við nýja tækni mikill og það vill endurspeglast í verði fyrstu afurðanna. Nexo er nefnilega ekki ódýr bíll og fullt verð hans er 9.658.000 kr. en endanlegt verð með stuðningi í gegnum samstarf Nýorku er um 7.800.000 kr. Það er ekki ósvipað verð og gjarnan er á stærri jepplingum eins og Hyundai Santa Fe eða Kia Sorrento.Mælaborðið er stafrænt og við hlið þess er annar 12,3 tommu upplýsingaskjár.Mikið drægi en fáar stöðvar Drægi vetnisbíla er einn aðalkostur þeirra og það á sannarlega við í tilfelli Nexo, en það er ríflega 600 km. Eldsneytistankur bílsins er 156,6 lítrar, en þar sem vetni er létt en orkuríkt efni vegur innihald hans, þó fullur sé, aðeins 6,33 kg. Þar kemur annar kostur vetnisbíla í ljós, en þessi léttleiki eykur aksturshæfni bílsins og það kemur greinilega í ljós við aksturinn. Að þessu leyti eru vetnisbílar líka með vinninginn yfir rafmagnsbíla sem þurfa að drattast með rafhlöður í mörg hundruð kílóa vís. Líklega er þó helsti ókosturinn enn við vetnisbíla hve óvíða er hægt að fylla á þá, en þó fer stöðvum fjölgandi og ein þeirra var nýlega opnuð í Reykjanesbæ og önnur við Vesturlandsveg í Reykjavík og fleiri stöðvar eru á leiðinni. Vetnið er framleitt í jarðvarmavirkjuninni á Hellisheiði og aðeins tekur 5 mínútur að fylla bílinn, en þrýstingurinn á nýju dælustöðvunum tryggir að tankurinn fyllist. Það vildi bregða við á fyrri vetnisstöðvunum að það næðist ekki nema að hálfu leyti.Svo virðist sem Hyundai hafi náð frábærum tökum á vetnistækninni í þessum vel búna og laglega bíl sem í leiðinni er umhverfisvænn.HYUNDAI NEXO VETNISBÍLLKostir: Útlit Aksturseiginleikar Búnaður UmhverfisvænnGallar: Fáar hleðslustöðvar VerðUm bílinn: Rafmótorar knúnir af vetni 163 hestöfl Framhjóladrif Drægi: 600 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 9,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 177 km/klst. Verð frá: 7.800.000 m.kr. Umboð: BL Kauptúni 1
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent