Mitsubishi mætir með rafmagnaðan jeppling í Genf Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2019 21:00 Stríðnimynd af jepplingnum. Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent
Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent