Sport

Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lömb en ekki Hrútar. LA Times fór ekki vel með sína menn.
Lömb en ekki Hrútar. LA Times fór ekki vel með sína menn.

Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð.

Margir fjölmiðlar veltu því eðlilega upp að New England og leikstjórnandinn Tom Brady væru að vinna í sjötta skiptið.

Svo var talað um „Silence of the Rams“ eða þögn Hrútanna enda var lið LA Rams hörmulegt í leiknum.

Forsíða aðalblaðsins í New Orleans, þar sem allir eru enn brjálaðir yfir undanúrslitunum fyrir hálfum mánuði síðan, var einnig skemmtileg.

Stóveldið skilaði sínu. Boston Globe stolt af sínum mönnum.
Ekki aftur. Margir eru orðnir þreyttir á góðu gengi Patriots.
Maroon 5 og leikurinn fékk á baukinn hjá NY Post.
Ofurvonbrigði. Engu logið þar.
Kanadamenn geispuðu. Bæði út af leiknum og þeirri staðreynd að Patriots hafi unnið enn og aftur.
New Orleans gaf skít í leikinn.

Tengdar fréttir

Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu

Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×