Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 13:45 Ísbreiða Himalajafjallanna er mikilvæg fyrir tvo milljarða íbúa á HKH-svæðinu. vísir/getty Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum. Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. Bráðnunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir tvo milljarða manna sem búa á HKH-svæðinu en það teygir sig frá Afganistan til Mjanmar. Er svæðið oft nefnt „þriðji póllinn“ þar sem þar er mesta magns íss á jörðinni fyrir utan Norður- og Suðurpólinn.Sjokkerandi niðurstöður að mati vísindamanna Í umfjöllun Guardian um skýrslu vísindamannanna segir að þrátt fyrir að hnattrænni hlýnun verði haldið innan 1,5 gráðu markanna og dregið verði mikið úr losun kolefnis þá mun þriðjungur ísbreiðunnar samt bráðna. Ísbreiðan geymir vatnsbirgðir fyrir 250 milljónir manna sem búa á HKH-svæðinu auk þess sem 1,5 milljarður reiðir á gríðarstór fljót í Indlandi, Pakistan, Kína og víðar sem renna undan breiðunni. Philippus Wester stýrði rannsókninni og segir niðurstöður hennar sjokkerandi. „Þetta eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem við höfum ekki heyrt um. Í besta falli, ef við gerumst mjög metnaðarfull í að sporna gegn loftslagsbreytingum, þá mun einn þriðji jöklanna samt bráðna og við verðum í vandræðum. Það voru sjokkerandi niðurstöður að okkar mati,“ segir Wester.Mikil áhrif á bændur á svæðinu Síðan á áttunda áratug síðustu aldar hafa fimmtán prósent jökla á HKH-svæðinu bráðnað en þar sem svæðið er gríðarstórt eru áhrif hnattrænnar hlýnunar á ísinn mismikil. Sums staðar haldast jöklarnir jafnstórir og sumir hafa jafnvel stækkað en jafnvel þeir jöklar munu bráðna í framtíðinni að sögn Wester. Bráðnun íssins mun valda því að vatnsyfirborð í ám mun hækka á milli 2050 og 2060 en svo mun rennslið í ánum minnka. Minna rennsli mun hafa mikil áhrif á rafmagnsframleiðslu á svæðinu sem og á bændur sem reiða sig á vatnsrennslið í búskap sínum.
Afganistan Indland Loftslagsmál Mjanmar Nepal Umhverfismál Tengdar fréttir Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30 Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Vetrarhörkur hverfa ekki þrátt fyrir hnattræna hlýnun Íslenskur loftslagsfræðingur segir fimbulkulda í Bandaríkjunum í janúar ekki þurfa að koma á óvart. Hnattræn hlýnun muni ekki eyða út árstíðarbundnum kulda. 29. janúar 2019 13:30
Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga Meirihluti landsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. 17. janúar 2019 07:45