Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 19. október 2025 21:18 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands við undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir undirritun sagði Þorgerður Katrín yfirlýsinguna eðlilegt næsta skref fyrir Íslendinga. Íslendingar og Þjóðverjar hafi átt náið og gott samband áratugum saman og innan NATO. Það samband sé styrkt enn frekar með þessari yfirlýsingu. Hún segir Þjóðverja nú leiðandi afl innan Evrópu og í heiminum í varnarmálum. „Það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og Þýskalands en við ákváðum að formgera það og setja meiri þunga í þetta,“ segir Þorgerður Katrín um þessa yfirlýsingu og þetta samstarf. Það sé ljóst að Þýskaland hafi verið að sækja í sig veðrið þegar komi að öryggis- og varnarmálum og hafi, að hennar mati, tekið að sér leiðtogahlutverk í Evrópu í vörnum og fjárfestingum. „Enda eru þeir ekkert fjarri Rússlandi og þessum hættulega austurhluta.“ Hún segir þetta skipta verulegu máli fyrir Íslendinga. Þjóðverjar leggi, eins og við, mikla áherslu á Norður-Atlantshafið, öryggi í hafi og á norðurslóðum. Þeir fjárfesti miklu sem dæmi í kafbátum með Noregi. „Þetta samkomulag er einn liður í því að tryggja bæði öryggi okkar og varnir og um leið draga fram hvað við Íslendingar erum sterk á ákveðnum sviðum þegar kemur að þjónustu, uppbyggingu innviða, eins og til að mynda á Keflavíkurflugvelli og starfrækja íslenska loftrýmisgæslukerfið.“ Sinnum þjónustu við kafbáta og flugvélar Það sé það sem Ísland komi með að þessu samkomulagi. Það feli til dæmis í sér að hingað geti komið stórir kafbátar og flugvélar. Fyrir þetta þurfi að byggja ákveðna innviði eða styrkja þá sem þegar eru. „Við erum að sjá okkur koma sterk inn í þetta þjónustuhlutverk og ekki síður hitt að undirstrika landfræðilega legu okkar Íslendinga sem er gríðarlega mikilvæg, og náttúrulega stærsta framlag okkar til veru okkar í NATO. Þorgerður Katrín og Boris ræddu við fréttamenn að lokinni undirritun. Vísir/Bjarni Þorgerður segir ógnirnar færast nær okkur og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að vera tilbúin og að fræða í stað þess að hræða. Einn liður í því að styrkja stöðu Íslands sé að gera tvíhliða samkomulag og marghliða samkomulag. Nú sé búið að semja við Þjóðverja og Finna um tvíhliða samkomulag. „Þetta er allt gert til að styrkja stöðu okkar Íslendinga þannig það verði auðveldara fyrir okkur að byggja upp mannafla, þekkingu, tækni og aðstöðu og sýna fram á að við erum öflugir bandamenn þegar á reynir.“ Hún segist hafa séð að það skiptir máli að Íslendingar standi við sínar skuldbindingar. Hún muni fylgjast með því hvernig aðrar norrænar þjóðir ætli að haga sínum vörnum í drónamálum. Hún segir NATO hafa verið að styrkja sig allt frá innrás Rússa í Úkraínu og að Evrópuríkin og Kanada séu sérstaklega að styrkja sig. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni að ofan.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Þýskaland Finnland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira