Crossfit kempa gengur til liðs við Völku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:49 Leifur Geir er kominn á bólakaf í hátæknilausnir fyrir fiskvinnslufyrirtæki. Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Völku sem er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og markaðssetningu á tækjum og hugbúnaði fyrirfiskvinnslur. Undanfarin fimm ár hefur Leifur Geir starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hagvangs en hefur jafnframt starfað sjálfstætt sem ráðgjafi í gegnum eigið félag. Leifur Geir lauk doktorsgráðu í vinnu- og skipulagssálfræði frá Virginia Tech háskólanum auk BSc gráðu í tæknilegri eðlisfræði og kennsluréttindanáms frá Háskóla Íslands. Í doktorsnáminu lagði Leifur Geir áherslu á hvatningu í starfi, markmiðasetningu, notkun sálfræðilegra prófa í ráðningum ásamt aðferðafræði og tölfræðirannsókna. Hann hóf störf í mannauðsmálum árið 1998 sem starfsmannastjóri frumkvöðlafyrirtækisins Álits ehf., sem var hið fyrsta sinnar tegundar í útvistun tölvureksturs. Eftir doktorsnám starfaði Leifur Geir sem lektor og dósent í Háskólanum í Reykjavík frá 2004 – 2010 og hefur undanfarin ár kennt námskeið á meistarastigi í vinnusálfræði og mannauðsstjórnun sem stundakennari við skólann. Leifur Geir stofnaði fyrstu Crossfit stöð Íslands í Sporthúsinu árið 2008 og átti ríkan þátt í uppbyggingu Crossfit íþróttarinnar á Íslandi. Eftir farsæla uppbyggingu var stöðin seld eigendum Sporthússins sem reka hana enn í dag. Á sínum yngri árum lék Leifur Geir fótbolta með meistaraflokki ÍBV og Stjörnunnar og skoraði 33 mörk í 101 leik í efstu deild. Hann lauk ferlinum með Íslandsmeistaratitli með ÍBV 1997. „Það er mikið gleðiefni fyrir Völku að fá Leif Geir í okkar góða hóp starfsmanna. Valka hefur vaxið hratt síðustu árin og eru starfsmenn fyrirtækisins nú um áttatíu. Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum enn frekar á komandi misserum og því mikill happafengur að fá jafn reynda manneskju í það verkefni og Leif Geir. Ég býð hann því hjartanlega velkominn í hópinn,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku.
Sjávarútvegur Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir "Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53 Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53 Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05 Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
"Crossfit ekki svo galið“ Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu. 17. september 2012 09:53
Ívar og Kjartan til Völku Ívar Meyvantsson og Kjartan Einarsson hafa verið ráðnir sem stjórnendur hjá hátæknifyrirtækinu Völku. 3. janúar 2019 09:53
Svipmynd Markaðarins: Sérfræðingur í fiskeldi og Íslandsmeistari í Crossfit Benedikt Hálfdánarson, nýr framkvæmdastjóri Vaka fiskeldiskerfa, hefur starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár. Hann æfir crossfit og er Íslandsmeistari öldunga í flokknum 45-50 ára í íþróttinni. 23. júní 2014 10:05
Dótturfélag Samherja í eigendahóp Völku Ice Tech ehf, dótturfélag Samherja, hefur gengið frá kaupum á um 20 prósenta eignarhluta í Völku ehf. af Vortindi ehf. 4. janúar 2019 13:25
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent