Ince útskýrir orð sín: „Hef ekkert á móti Ole en hvaða stjóri sem er gat gert það sama“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær hefur komið Manchester United á rétta braut á ný vísir/getty Nærri hver sem er hefði getað komið inn og náð sama árangri og Ole Gunnar Solskjær hefur náð með Manchester United. Þetta segir Paul Ince, fyrrum leikmaður United. Ince sagði í janúar að hann hefði getað náð sama árangri og Solskjær og fóru þau ummæli misvel í fólk. Hann skýrði mál sitt frekar í pistli á vefsíðu BBC í dag. „Það sem ég meinti með þessu var að það vissu allir hver vandræði United væru undir Mourinho, og sem þjálfari þá veit ég að það er nokkuð einfalt að leysa þau til styttri tíma,“ skrifar Ince. „Ég er ekki bara sérfræðingur sem hefur aldrei stýrt liði, ég hef stýrt liðum í úrvalsdeildinni og öllum fjórum deildum Englands, svo það getur enginn sagt ég viti ekki um hvað ég sé að tala.“ „Ég vildi bara benda á að það var auðvelt fyrir hvern sem kom inn að lyfta andrúmsloftinu og koma félaginu aftur á rétta braut. Ég vildi ekki sýna Ole neina óvirðingu.“ „Það sem ég átti við var að hvaða stjóri, til dæmis ég, Steve Bruce eða Mark Hughes, gat séð hvað var að og komið inn og breytt umhverfinu til hins betra.“ Ole Gunnar Solskjær var ráðinn bráðabirgðastjóri United í desember og er hann með samning út tímabilið þegar framtíðarstjóri verður ráðinn. Hann hefur farið frábærlega af stað, unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. „Hann hefur náð góðum úrslitum og komið félaginu aftur á rétta braut, en það þýðir þó ekki að hann sé rétti maðurinn til þess að fá starfið í sumar.“ „Ég hef ekkert á móti Ole, en þegar horft er til liða sem hafa gert bráðabirgðastjóra sína að framtíðarstjórum þá hafa fæstir þeirra enst mjög lengi í starfi. Roberto Di Matteo hjá Chelsea er gott dæmi um þetta.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Eigendur Molde sögðu Solskjær að sleppa því að koma til baka Forráðamenn norska úrvalsdeildarfélagsins Molde sögðu Ole Gunnar Solskjær að hann ætti ekkert að snúa til baka til Noregs heldur njóta verunnar í Manchester og tryggja sér starfið hjá United til framtíðar. 3. febrúar 2019 10:00 Solskjær ekki sáttur með frammistöðuna en ánægður með stigin þrjú Níu sigrar í tíu leikjum hjá Solskjær. 3. febrúar 2019 22:45 Gerir lítið úr „göldrum“ Ole Gunnars Solskjær „Hver sem er hefði getað komið inn og gert það sem hann gerði,“ segir Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, um starf síðustu vikna hjá nýja knattspyrnustjóra félagsins. 17. janúar 2019 08:30 Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 29. janúar 2019 13:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Nærri hver sem er hefði getað komið inn og náð sama árangri og Ole Gunnar Solskjær hefur náð með Manchester United. Þetta segir Paul Ince, fyrrum leikmaður United. Ince sagði í janúar að hann hefði getað náð sama árangri og Solskjær og fóru þau ummæli misvel í fólk. Hann skýrði mál sitt frekar í pistli á vefsíðu BBC í dag. „Það sem ég meinti með þessu var að það vissu allir hver vandræði United væru undir Mourinho, og sem þjálfari þá veit ég að það er nokkuð einfalt að leysa þau til styttri tíma,“ skrifar Ince. „Ég er ekki bara sérfræðingur sem hefur aldrei stýrt liði, ég hef stýrt liðum í úrvalsdeildinni og öllum fjórum deildum Englands, svo það getur enginn sagt ég viti ekki um hvað ég sé að tala.“ „Ég vildi bara benda á að það var auðvelt fyrir hvern sem kom inn að lyfta andrúmsloftinu og koma félaginu aftur á rétta braut. Ég vildi ekki sýna Ole neina óvirðingu.“ „Það sem ég átti við var að hvaða stjóri, til dæmis ég, Steve Bruce eða Mark Hughes, gat séð hvað var að og komið inn og breytt umhverfinu til hins betra.“ Ole Gunnar Solskjær var ráðinn bráðabirgðastjóri United í desember og er hann með samning út tímabilið þegar framtíðarstjóri verður ráðinn. Hann hefur farið frábærlega af stað, unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. „Hann hefur náð góðum úrslitum og komið félaginu aftur á rétta braut, en það þýðir þó ekki að hann sé rétti maðurinn til þess að fá starfið í sumar.“ „Ég hef ekkert á móti Ole, en þegar horft er til liða sem hafa gert bráðabirgðastjóra sína að framtíðarstjórum þá hafa fæstir þeirra enst mjög lengi í starfi. Roberto Di Matteo hjá Chelsea er gott dæmi um þetta.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigendur Molde sögðu Solskjær að sleppa því að koma til baka Forráðamenn norska úrvalsdeildarfélagsins Molde sögðu Ole Gunnar Solskjær að hann ætti ekkert að snúa til baka til Noregs heldur njóta verunnar í Manchester og tryggja sér starfið hjá United til framtíðar. 3. febrúar 2019 10:00 Solskjær ekki sáttur með frammistöðuna en ánægður með stigin þrjú Níu sigrar í tíu leikjum hjá Solskjær. 3. febrúar 2019 22:45 Gerir lítið úr „göldrum“ Ole Gunnars Solskjær „Hver sem er hefði getað komið inn og gert það sem hann gerði,“ segir Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, um starf síðustu vikna hjá nýja knattspyrnustjóra félagsins. 17. janúar 2019 08:30 Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 29. janúar 2019 13:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Eigendur Molde sögðu Solskjær að sleppa því að koma til baka Forráðamenn norska úrvalsdeildarfélagsins Molde sögðu Ole Gunnar Solskjær að hann ætti ekkert að snúa til baka til Noregs heldur njóta verunnar í Manchester og tryggja sér starfið hjá United til framtíðar. 3. febrúar 2019 10:00
Solskjær ekki sáttur með frammistöðuna en ánægður með stigin þrjú Níu sigrar í tíu leikjum hjá Solskjær. 3. febrúar 2019 22:45
Gerir lítið úr „göldrum“ Ole Gunnars Solskjær „Hver sem er hefði getað komið inn og gert það sem hann gerði,“ segir Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, um starf síðustu vikna hjá nýja knattspyrnustjóra félagsins. 17. janúar 2019 08:30
Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 29. janúar 2019 13:00