Lífið

Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adam Levine er söngvari Maroon 5.
Adam Levine er söngvari Maroon 5.

New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni. Hann var að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgíuríki.

Margir bíða spenntir eftir hálfleikssýningu Super Bowl en sú hefð hefur skapast að færustu og vinsælustu tónlistarmenn heims komi þar fram.

Í ár voru aftur á móti ekki margir tilbúnir til þess að taka hlutverkið að sér og hafði söngkonan Rihanna meðal annars hafnað því. Með því vildi hún styðja Colin Kaepernick og skoðanabræður hans. Kaepernick var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki. Þannig vildi hann mótmæla kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum.

Eftir töluverða leit og samningaviðræður var ákveðið að Maroon 5 og Travis Scott skyldu koma fram í hálfleik í úrslitaleiknum sjálfum. Scott er heimamaður frá Atlanta. 

Það er skemmst frá því að segja að það heppnaðist ekki vel. Samfélagsmiðlar fóru hreinlega á hliðina í nótt og er strax farið að tala um einhverja verstu hálfleikssýningu sögunnar.

Erlendir miðlar hafa tekið saman tíst um heim allan og gera sér mat úr þeim. Athugasemdir við YouTube-myndband NFL-deildarinnar frá sýningunni eru einnig vægast sagt neikvæðar.

Íslendingar voru með sínar skoðanir á málinu og má sjá þær hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu

Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta.

Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar

New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni.

Hafþór Júlíus stal senunni í Super Bowl auglýsingu Bud Light og GOT

New England Patriots er NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir 13-3 sigur á Los Angeles Rams í Super Bowl leiknum í nótt sem var sá 53. í röðinni og að þessu sinni spilaður á hinum stórglæsilega Mercedes-Benz leikvangi í Atlantaborg í Georgíufylki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×