Verkalýðsleiðtogi ósáttur við þátttöku Íslands í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór. Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lýsir megnri óánægju sinni með að Ríkisútvarpið ætli að senda keppendur til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Vísar hún til ofbeldisverka gestgjafanna Ísraela. Fyrrverandi þingmaður telur þátttöku Íslands stuðla að frekari kúgun Palestínumanna. Sigur Ísraela í söngvakeppninni í fyrra þýðir að söngvakeppnin í ár fer fram í Tel Aviv um miðjan maí. Enn á eftir að velja atriði Íslands en undankeppnin hefst á RÚV um næstu helgi. Úrslitin liggja fyrir 2. mars. Nokkur umræða hefur skapast um hvort að Ísland ætti að mótmæla framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum í tengslum við keppnina í ár. Sólveig Anna ljær rödd sína þeim boðskap í harðorðri Facebook-færslu í dag. „Ætlar RÚV í alvöru að taka þátt í Eurovision? Ætlar RÚV í alvöru að senda skemmtiatriði til Tel Aviv? Erum við í alvöru þannig fólk að þjáningar, kúgun, pyntingar og morð skipta okkur engu máli ef okkur er boðið í partí hjá gerendunum?“ skrifar Sólveig Anna án þess að vísa berum orðum til málefna Palestínu. Færslunni fylgir þó mynd sem líkist fána Palestínumanna. „Á í alvöru að bjóða okkur sem [höfum] snefil af siðferðiskennd uppá þetta hneyksli? Í boði sjónvarps „allra [landsmanna]“?“ Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gerir að því skóna í athugasemd við færslu Sólveigar Önnu að þátttaka Íslands í keppninni geti liðkað fyrir ofbeldisverkum gegn Palestínumönnum. „Árið 2014 drap Ísraelsher 132 börn og unglinga á Gazaströndinni og væntanlega mun stuðningur RÚV og íslenskra tónlistarmanna við ísraelsk stjórnvöld gera þeim kle[i]t að drepa en[n] fleiri á þessu ári. Skömm RÚV og þeirra tón[l]istarmanna sem taka þátt í þessu ógeði er mikil,“ skrifar Þór.
Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira