Fullt út úr dyrum á „yndislegu“ Þorrablóti Miðflokksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2019 17:45 Þorsteinn Sæmundsson fór á kostum sem veislustjóri að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar sem var með flott útsýni á fremsta bekk. Snorri Þorvaldsson Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni. Þorrablót Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Miðflokkskarlar og -konur skemmtu sér konunglega á árlegu þorrablót flokksins sem fram fór í sal Blaðamannafélagsins við Síðumúla í gærkvöldi. Miðflokksfólk blótaði annað árið í röð en í fyrra var Fjörukráin vettvangurinn. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Var biðlisti eftir sætum á blótið og setið við enda borða svo koma mætti sem flestum fyrir. Lykilmaður í flokknum lýsir samkomuninni sem yndislegri. Veislustjóri á samkomunni var þingmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson en fleiri tóku til máls. Þeirra á meðal formaður flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem mættur var ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, Jón Pétursson, lét sig ekki vanta.Veggirnir í sal Blaðamannafélagsins eru skreyttir með hinum ýmsu fréttamyndum. Þar á meðal þessi af Sigmundi Davíð á Bessastöðum sem Vigdís Hauksdóttir virti fyrir sér.Snorri ÞorvaldssonSigmundur Davíð brá á leik í ræðu sinni á blótinu. Mætti hann með útprentuð blöð límd saman þar sem var að finna slóðir á allar fréttir sem skrifaðar hafa verið af Klaustursmálinu svonefnda. Þá kom hann inn á þá staðreynd að ýmsir héldu því fram að hann væri geðveikur. Svo margir að hann væri tilbúinn að leggjast inn á geðdeild Landspítalans svo framarlega sem spítalinn væri á Vífilsstöðum eða Keldnaholti.Þannig gæti hann slegið tvær flugur í einu höggi og hugsanlegt að fólk rjúki til og byggi Landspítala á þeim stöðum - í þeim tilgangi að koma honum á geðdeild. Er óhætt að segja að gestir hafi skemmt sér yfir gríni Sigmundar sem líst ekkert á að Nýr Landspítali rísi við Hringbraut.Sigmundur Davíð með 26 metra af A4 blöðum með linkum á fréttir af Klaustursmálinu. Það var viðeigandi að blótið fór fram í sal Blaðamannafélagsins.Snorri ÞorvaldssonÞingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson mætti með unnustu sína Sunnu Gunnars Marteinsdóttur upp á arminn. Borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir lék við hvurn sinn fingur og náði þessari mynd af sér og vinkonum sínum, „skyttunum“ eins og Vigdís kemst að orði. Er vel er að gáð má sjá skugga Davíðs Oddssonar á myndinni fyrir aftan þær. Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, oft nefndur Siggi stormur, fékk sæti á fremsta bekk. Sigurður leiddi lista flokksins í Hafnarfirði í kosningunum í fyrra og var að sjálfsögðu með Hólmfríði Þórisdóttur eiginkonu sinni. „Yndisleg skemmtun í alla staði. Ræða formanns afar góð, veislustjóri Þorsteinn Sæmundsson stóð sig frábærlega,“ sagði Siggi stormur. Birgir Þórarinsson þingmaður var sömuleiðis mættur eins og Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og formaður Handknattleikssambands Íslands. Þá var þingmaðurinn Bergþór Ólason líka á svæðinu.Það var glatt á hjalla á þorrablótinu sem er eitt fjölmargra sem fram fara þennan þorrann um allt land.Snorri ÞorvaldssonAlmennur þorramatur var í boði en eins og tíðkast á þorrablótum á höfuðborgarsvæðinu var einnig í boði annar hátíðarmatur, lambapottréttur með hrísgrjónum í tilfelli Miðflokksfólksins.Snorri Þorvaldsson birti þessar fínu myndir frá samkomunni á Facebook-síðu sinni.
Þorrablót Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira