Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 18:30 Jose Aldo hress á blaðamannafundi í vikunni. Vísir/Getty Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1. MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira