Sagan hliðholl Patriots og Brady Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. febrúar 2019 08:00 Brady verður í aðalhlutverki um helgina. vísir/getty Stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á sér stað um helgina þegar New England Patriots og Los Angeles Rams leika úrslitaleik NFL-deildarinnar í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Þetta er í 53. sinn sem leikið er um Ofurskálina og fer leikurinn fram á Mercedez-Benz-vellinum, heimavelli Atlanta Falcons sem er einn flottasti völlur deildarinnar, á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 23.30 að íslenskum tíma og munu Maroon 5, Travis Scott og Big Boi sjá um skemmtiatriði í hálfleik. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í Super Bowl því þessi lið mættust fyrir sautján árum upp á dag í New Orleans þar sem tvíeykið Tom Brady og Bill Belichick vann fyrsta meistaratitil sinn af fimm gegn þáverandi liði St. Louis Rams áður en Hrútarnir fluttu til Los Angeles. Fyrir leik var óvíst hvort Brady myndi byrja leikinn eða Drew Bledsoe en Brady varð fyrir valinu og hófst einokun Patriots þar. Brady átti sjálfur engan draumaleik þann daginn þegar hann kastaði fyrir 145 jördum og einu snertimarki í 20-17 sigri Patriots. Eflaust hefur Jared Goff, leikstjórnandi Los Angeles Rams um helgina, fylgst spenntur með á sófanum heima sem sjö ára aðdáandi Bradys enda báðir fæddir rétt fyrir utan San Francisco en nú þarf hann að hafa betur gegn leikstjórnandanum Brady sem flestir telja þann besta í sögu NFL-deildarinnar. Goff er á þriðja ári sínu í deildinni og að fara í stærsta leik ársins í fyrsta sinn en öll árin sem Goff hefur verið í deildinni hafa Patriots leikið til úrslita. Sean McVay hefur gert frábæra hluti með Rams.vísir/getty Ungt lið Hrútanna Það má segja að það hafi verið heillaskref fyrir Stan Kroenke, eiganda Rams, þegar hann ákvað að ráða Sean McVay sem þjálfara liðsins þrátt fyrir að hann væri aðeins 30 ára gamall. Liðið stóð ekki undir væntingum eftir flutninga til Los Angels og var Jeff Fisher rekinn í ársbyrjun 2017. McVay var þá búinn að vinna sem sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu þrjú ár og varð um leið yngsti aðalþjálfari liðs í sögu deildarinnar. Honum tókst að leysa sóknarleik Rams úr læðingi því lið Rams fór úr því að vera versta sóknarlið deildarinnar með 14 stig að meðatali yfir í það besta með 29,9 stig að meðaltali í leik. Eftir að hafa fallið úr leik í úrslitakeppninni í fyrra tefldi Rams djarft og samdi við fjölmarga leikmenn í hæsta gæðaflokki, sérstaklega í varnarleiknum. Bakverðirnir Marcus Peters og Aqib Talib, báðir meðal þeirra bestu í sinni stöðu, voru fengnir til að styrkja varnarleikinn og á bardagalínuna kom varnartröllið Ndamukong Suh. Lið komust ekki lengur upp með að tvídekka Aaron Donald, einn besta varnarmann deildarinnar úr röðum Rams enda átti hann frábært ár og er talið víst að hann verði valinn besti varnarmaður tímabilsins í kvöld. Lykilatriði Rams til þess að vinna þennan leik er að setja pressu á Brady og að koma í veg fyrir að hann fái tíma til að velja sér sendingarkosti. Liðið gerði enn betur í sóknarleiknum á þessu tímabili og var með 32,9 stig að meðaltali í leik og ekkert leyndarmál hvar styrkleiki sóknarleiksins liggur. Öflugur hlaupaleikur með Todd Gurley þann þriðja hefur rutt andstæðingum úr vegi Rams allt tímabilið og ef varnir andstæðinganna hafa reynt að verjast því hefur Goff verið öflugur að finna útherjana sína í stórum kerfum. Níunda skiptið í Superbowl hjá þessum um helgina.vísir/getty Allt er fertugum fært En það skal enginn afskrifa Patriots-liðið með besta þjálfara allra tíma, Bill Belichick sem hefur alltaf gert vel í því að loka á styrkleika andstæðinga Patriots. Brady og Belichick eru að fara saman í Super Bowl í níunda skiptið á ferlinum, oftar en nokkurt annað lið í NFL-deildinni og þekkja þennan leik því eins og handarbakið á sér. Brady getur á sunnudaginn unnið sjötta meistaratitilinn sem leikmaður en hann yrði þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem vinnur sex titla sem leikmaður. Charles Haley, sem er í frægðarhöll NFL-deildarinnar og lék á sínum tíma með San Francisco 49ers og Dallas Cowboys, vann fimm meistaratitla á ferlinum með tveimur mismunandi félögum en Brady hefur unnið alla með Patriots. Það bendir ekkert til þess að farið sé að hægja á Brady að stýra Patriots-liðinu þrátt fyrir að hann verði 42 ára á þessu ári. Fyrsta forgangsatriði Belichicks er að sóknarlína Patriots-manna nái haldi aftur af Donald, Suh og félögum og verja Brady á sama tíma og þeir opni glufur fyrir hlaupaleik Patriots. Hlaupaleikurinn hefur verið öflugur í úrslitakeppninni og er glufur að finna á sóknarlínu Rams þrátt fyrir að þeim hafi tekist að loka vel á Alvin Kamara og Ezekiel Elliott, tvo af bestu hlaupurum deildarinnar, til þessa í úrslitakeppninni. Einnig verður áhugavert að sjá hvernig Rams-vörnin ætlar að stöðva Rob Gronkowski, tveggja metra innherja Patriots. Það er enginn varnarmaður Rams sem ætti að geta haldið í við Gronk upp á eigin spýtur og mun Brady eflaust nýta sér það til hins ýtrasta ásamt því að vera duglegur að finna svæðið fyrir aftan varnarlínu Rams með stuttum sendingum. Þá mun það hjálpa Patriots-mönnum að þeir kannast við þetta allt saman. Meirihluti liðsins sem lék til úrslita síðustu tvö ár er enn á sínum stað og ættu aðstæðurnar ekki að trufla þrautreynt lið Patriots þegar leikurinn hefst á sunnudaginn á meðan aðeins þrír leikmenn Rams af 54 hafa unnið meistaratitil áður. Birtist í Fréttablaðinu NFL Ofurskálin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á sér stað um helgina þegar New England Patriots og Los Angeles Rams leika úrslitaleik NFL-deildarinnar í Ofurskálinni (e. Super Bowl). Þetta er í 53. sinn sem leikið er um Ofurskálina og fer leikurinn fram á Mercedez-Benz-vellinum, heimavelli Atlanta Falcons sem er einn flottasti völlur deildarinnar, á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 23.30 að íslenskum tíma og munu Maroon 5, Travis Scott og Big Boi sjá um skemmtiatriði í hálfleik. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í Super Bowl því þessi lið mættust fyrir sautján árum upp á dag í New Orleans þar sem tvíeykið Tom Brady og Bill Belichick vann fyrsta meistaratitil sinn af fimm gegn þáverandi liði St. Louis Rams áður en Hrútarnir fluttu til Los Angeles. Fyrir leik var óvíst hvort Brady myndi byrja leikinn eða Drew Bledsoe en Brady varð fyrir valinu og hófst einokun Patriots þar. Brady átti sjálfur engan draumaleik þann daginn þegar hann kastaði fyrir 145 jördum og einu snertimarki í 20-17 sigri Patriots. Eflaust hefur Jared Goff, leikstjórnandi Los Angeles Rams um helgina, fylgst spenntur með á sófanum heima sem sjö ára aðdáandi Bradys enda báðir fæddir rétt fyrir utan San Francisco en nú þarf hann að hafa betur gegn leikstjórnandanum Brady sem flestir telja þann besta í sögu NFL-deildarinnar. Goff er á þriðja ári sínu í deildinni og að fara í stærsta leik ársins í fyrsta sinn en öll árin sem Goff hefur verið í deildinni hafa Patriots leikið til úrslita. Sean McVay hefur gert frábæra hluti með Rams.vísir/getty Ungt lið Hrútanna Það má segja að það hafi verið heillaskref fyrir Stan Kroenke, eiganda Rams, þegar hann ákvað að ráða Sean McVay sem þjálfara liðsins þrátt fyrir að hann væri aðeins 30 ára gamall. Liðið stóð ekki undir væntingum eftir flutninga til Los Angels og var Jeff Fisher rekinn í ársbyrjun 2017. McVay var þá búinn að vinna sem sóknarþjálfari Washington Redskins síðustu þrjú ár og varð um leið yngsti aðalþjálfari liðs í sögu deildarinnar. Honum tókst að leysa sóknarleik Rams úr læðingi því lið Rams fór úr því að vera versta sóknarlið deildarinnar með 14 stig að meðatali yfir í það besta með 29,9 stig að meðaltali í leik. Eftir að hafa fallið úr leik í úrslitakeppninni í fyrra tefldi Rams djarft og samdi við fjölmarga leikmenn í hæsta gæðaflokki, sérstaklega í varnarleiknum. Bakverðirnir Marcus Peters og Aqib Talib, báðir meðal þeirra bestu í sinni stöðu, voru fengnir til að styrkja varnarleikinn og á bardagalínuna kom varnartröllið Ndamukong Suh. Lið komust ekki lengur upp með að tvídekka Aaron Donald, einn besta varnarmann deildarinnar úr röðum Rams enda átti hann frábært ár og er talið víst að hann verði valinn besti varnarmaður tímabilsins í kvöld. Lykilatriði Rams til þess að vinna þennan leik er að setja pressu á Brady og að koma í veg fyrir að hann fái tíma til að velja sér sendingarkosti. Liðið gerði enn betur í sóknarleiknum á þessu tímabili og var með 32,9 stig að meðaltali í leik og ekkert leyndarmál hvar styrkleiki sóknarleiksins liggur. Öflugur hlaupaleikur með Todd Gurley þann þriðja hefur rutt andstæðingum úr vegi Rams allt tímabilið og ef varnir andstæðinganna hafa reynt að verjast því hefur Goff verið öflugur að finna útherjana sína í stórum kerfum. Níunda skiptið í Superbowl hjá þessum um helgina.vísir/getty Allt er fertugum fært En það skal enginn afskrifa Patriots-liðið með besta þjálfara allra tíma, Bill Belichick sem hefur alltaf gert vel í því að loka á styrkleika andstæðinga Patriots. Brady og Belichick eru að fara saman í Super Bowl í níunda skiptið á ferlinum, oftar en nokkurt annað lið í NFL-deildinni og þekkja þennan leik því eins og handarbakið á sér. Brady getur á sunnudaginn unnið sjötta meistaratitilinn sem leikmaður en hann yrði þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem vinnur sex titla sem leikmaður. Charles Haley, sem er í frægðarhöll NFL-deildarinnar og lék á sínum tíma með San Francisco 49ers og Dallas Cowboys, vann fimm meistaratitla á ferlinum með tveimur mismunandi félögum en Brady hefur unnið alla með Patriots. Það bendir ekkert til þess að farið sé að hægja á Brady að stýra Patriots-liðinu þrátt fyrir að hann verði 42 ára á þessu ári. Fyrsta forgangsatriði Belichicks er að sóknarlína Patriots-manna nái haldi aftur af Donald, Suh og félögum og verja Brady á sama tíma og þeir opni glufur fyrir hlaupaleik Patriots. Hlaupaleikurinn hefur verið öflugur í úrslitakeppninni og er glufur að finna á sóknarlínu Rams þrátt fyrir að þeim hafi tekist að loka vel á Alvin Kamara og Ezekiel Elliott, tvo af bestu hlaupurum deildarinnar, til þessa í úrslitakeppninni. Einnig verður áhugavert að sjá hvernig Rams-vörnin ætlar að stöðva Rob Gronkowski, tveggja metra innherja Patriots. Það er enginn varnarmaður Rams sem ætti að geta haldið í við Gronk upp á eigin spýtur og mun Brady eflaust nýta sér það til hins ýtrasta ásamt því að vera duglegur að finna svæðið fyrir aftan varnarlínu Rams með stuttum sendingum. Þá mun það hjálpa Patriots-mönnum að þeir kannast við þetta allt saman. Meirihluti liðsins sem lék til úrslita síðustu tvö ár er enn á sínum stað og ættu aðstæðurnar ekki að trufla þrautreynt lið Patriots þegar leikurinn hefst á sunnudaginn á meðan aðeins þrír leikmenn Rams af 54 hafa unnið meistaratitil áður.
Birtist í Fréttablaðinu NFL Ofurskálin Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti