Launaupplýsingum verði safnað beint frá launagreiðendum Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 18:45 Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að aðilar vinnumarkaðar geti hætt að takast á um forsendur launatölfræði á bak við þróun launa í samfélaginu ef farið verður að tillögu nefndar, þar sem lagt er til að upplýsingum um laun landsmanna verði safnað beint frá launagreiðendum. Laun verði greind þannig að auðveldara verði að ganga til kjarasamninga. Fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í nefnd fyrir um ári til að móta tillögur um söfnun og greiningu launaupplýsinga sem nú hefur skilað tillögum sem kynntar voru í ríkisstjórn í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gegnum árin hafa aðilar vinnumarkaðarins iðulega deilt um forsendur launaþróunar í kjaraviðræðum. „Niðurstaðan og tillagan er að það verði stofnuð launatölfræðinefnd með aðkomu ólíkra aðila sem verði hýst hjá ríkissáttasemjara. Hún gefi út formlegt álit á launaþróun í samfélaginu tvisvar á ári. Þannig að við þurfum þá ekki að nýta tíma okkar í að deila um forsendur. Þannig verði þessar upplýsingar grunnurinn að kjaraviðræðum á hverjum tíma. „Ég horfi til þess að þetta geti verið til framfara fyrir umræður um launaþróun á Íslandi og fyrir kjarasamninga. Þetta hjálpar okkur í raun og veru til að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Því sem við viljum berjast fyrir í kjaraviðræðum hverju sinni. Launaumræðan geti þannig færst nær því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum en meðal annars var horft til Noregs í störfum nefndarinnar. Upplýsingar liggi til að mynda fyrir um hvernig starfsaldur hafi áhrif á laun. „Það er eitt af því sem hefur verið gagnrýnt; að það sé ekki nægjanlega horft til þess. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nægjanlega horft til þess að rannsaka hvernig menntun birtist í launum. Þannig að þarna er verið að leggja til að ákveðnar breytur verði skoðaðar sérstaklega. En aðrar launarannsóknir sem fyrir séu haldi einnig áfram. „Ég er mjög ánægð með vinnu þessarar nefndar og vonast til þess að við getum náð á næstunni að undirrita samkomulag um að koma þessari nefnd á laggirnar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira