Óðinn ráðinn verkefnastjóri Bílgreinasambandsins Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 14:04 Óðinn Valdimarsson. Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar. Vistaskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Óðinn Valdimarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Bílgreinasambandinu. Um nýja stöðu er að ræða hjá sambandinu og mun Óðinn hefja störf þann 1. febrúar. Óðinn hefur starfað undanfarin tíu ár hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, þar sem hann hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Þar hefur hann meðal annars haft umsjón með fjármögnunarlausnum bíla og atvinnutækja fyrir fyrirtæki, ásamt því að sinna verkefna- og greiningarvinnu með áherslu á bílamarkaðinn, bílaleigur og ferðaþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá Bílgreinasambandinu hefur Óðinn umtalsverða reynslu og þekkingu á bílgreinunum sem mun nýtast vel í hinu nýja starfi. „Ég er í raun uppalinn frá unga aldri innan bílgreinanna, og það skilaði sér fljótt í ólæknandi áhuga og ástríðu fyrir bílum og öllu sem þeim tengist og það fer nú ekkert minnkandi með aldrinum,“ segir Óðinn. „Ég hef svo unnið megnið af minni starfsævi nátengt bílgreinunum, fyrst þegar ég var yngri sem sölumaður nýrra bíla og sem sumarstarfsmaður hjá forverum Ergo í bílafjármögnun, og svo að sjálfsögðu í núverandi starfi síðastliðin 10 ár þar sem ég hef öðlast yfirgripsmikla þekkingu á bílamarkaðinum og aflað góðra tengsla þar. Ég tók svo nokkur ár þarna á milli þar sem ég starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda og sinnti viðskipta- og verkefnastjórnun og fékk þar góða og gagnlega reynslu sem nýtist með ýmsum hætti. En í dag eru klárlega mjög spennandi tímar hjá Bílgreinasambandinu og félagsmönnum þess, og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum til að styðja við áframhaldandi uppgang og þróun á þeim vettvangi í framtíðinni.“ „Það er kærkomið að fá Óðinn til liðs við okkur hér hjá Bílgreinasambandinu. Fjölmörg stór verkefni eru í vinnslu s.s. menntamál, gæðamál bílgreinarinnar, vinna með nefndum Bílgreinasambandsins ásamt verkefnum með hinu opinbera og það er okkur mikill styrkur að fá liðsauka. Bílgreinin er á hraðri þróun og er það okkar verkefni að styðja þessa þróun og tryggja að hún gangi sem best fyrir sig hér á landi.“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Óðinn er með MS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði, ásamt því að hafa lokið ýmsum námskeiðum í endurmenntun og víðar.
Vistaskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira