Fleiri listamenn kynntir til leiks á Sónar og hátíðin orðin fullbókuð Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2019 15:30 Mikið fjör hefur verið á Sónar síðustu ár. Nyrsta hátíð Sónar fjölskyldunnar, Sónar Reykjavík, verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru. Í dag bætast við 19 nöfn á dagskrána og er hún þar með fullbókuð en á hátíðinni í ár munu yfir 60 listamenn koma fram en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Áður höfðu m.a. Richie Hawtin, Orbital, Little Dragon, FM Belfast, og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú bætist við Íslandsvinurinn og nýjasta r&b stórstirnið, DAWN, og þá mun eitt heitasta nafnið í bresku grime senunni stíga á stokk á Red Bull Music sviðinu í Hörpu í apríl, Octavian. Þessi ungi rappari er að verða eitt stærsta nafnið í breska rappheiminum, en nýlega endaði hann á toppi lista BBC, Future Sound of 2019, en það er listi fagfólks úr tónlistarbransanum yfir þá listamenn sem þykja líklegastir til að slá í gegn á árinu. Þá má einnig nefna að, Drake, er meðal stærstu aðdáenda Octavian og hefur unnið nokkuð með honum. Íslenska hip-hop senan mun heldur ekki sitja á hakanum, því Flóni, Logi Pedro og Huginn bætast nú við dagskrána. Ofan á áður tilkynnta listamenn bætast nú við m.a.þýska ambient techno goðsögnin GAS, en hann mun koma fram á sérstökum opnunartónleikum hátíðarinnar í Kaldalóni. Biggi Veira mun svo keyra Silfurberg í brjálað stuð með dynjandi klúbbasetti í sérstöku GusGus dj setti, og í sama sal mun Janus Rasmussen, annar helmingur Kiasmos, frumflytja efni af nýfæddum sólóferli sínum. Þá er mikill heiður fyrir Sónar Reykjavík að kynna að stærstu vonarstjörnur landsins í synthapoppi, Vök, munu heiðra gesti hátíðarinnar með tónleikum sínum. Í hinn alræmda kjallara bætast svo við nýjasti meðlimur bbbbbb fjölskyldunnar, Kuldaboli, og fremsti drum & bass hópur landsins, Hausar. Auk fyrrnefndra listamanna bætast einnig við dagskrána partídýrið Hermigervill, nýstirnið ROKKY, hinn framsækni Good Moon Deer, hávaðasérfræðingurinn Kjartan Holm, hinn áhugaverði teknósení Dynkur, danska elektrógyðjan IDK IDA, og múm og FM Belfast meðlimurinn Örvar Smárason, sem átti eina af bestu plötum síðasta árs, Light is Liquid. Þá er einnig gaman að segja frá því að fyrrverandi GusGus-meðlimurinn President Bongo og bassaleikarinn Óttar Sæmundsen munu flytja verkefið sitt Quadrantes. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi inni á www.sonarreykjavik.com og á www.harpa.is/sonarListamenn sem nú eru kynntir til leiks:DAWN (US) Octavian (UK) GAS (DE) Vök Biggi Veira - GusGus dj set Floni Janus Rasmussen Live (FO) Logi Pedro Örvar Smárason Huginn Hermigervill President Bongo & Óttar S. Kuldaboli ROKKY Good Moon Deer Kjartan Holm Dynkur Hausar IDK IDA (DK)Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn:Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Dragon (SE) Orbital (UK) Little Simz (UK) Objekt (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) Yves Tumor (US) FM Belfast Fatima Al Qadiri Live (KW) Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) GDRN Exos ClubDub Matthildur Hekla Alinka (US) DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna Milena Glowacka (PL) LaFontaine Sónar Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nyrsta hátíð Sónar fjölskyldunnar, Sónar Reykjavík, verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru. Í dag bætast við 19 nöfn á dagskrána og er hún þar með fullbókuð en á hátíðinni í ár munu yfir 60 listamenn koma fram en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavík. Áður höfðu m.a. Richie Hawtin, Orbital, Little Dragon, FM Belfast, og Jon Hopkins verið tilkynntir til leiks en nú bætist við Íslandsvinurinn og nýjasta r&b stórstirnið, DAWN, og þá mun eitt heitasta nafnið í bresku grime senunni stíga á stokk á Red Bull Music sviðinu í Hörpu í apríl, Octavian. Þessi ungi rappari er að verða eitt stærsta nafnið í breska rappheiminum, en nýlega endaði hann á toppi lista BBC, Future Sound of 2019, en það er listi fagfólks úr tónlistarbransanum yfir þá listamenn sem þykja líklegastir til að slá í gegn á árinu. Þá má einnig nefna að, Drake, er meðal stærstu aðdáenda Octavian og hefur unnið nokkuð með honum. Íslenska hip-hop senan mun heldur ekki sitja á hakanum, því Flóni, Logi Pedro og Huginn bætast nú við dagskrána. Ofan á áður tilkynnta listamenn bætast nú við m.a.þýska ambient techno goðsögnin GAS, en hann mun koma fram á sérstökum opnunartónleikum hátíðarinnar í Kaldalóni. Biggi Veira mun svo keyra Silfurberg í brjálað stuð með dynjandi klúbbasetti í sérstöku GusGus dj setti, og í sama sal mun Janus Rasmussen, annar helmingur Kiasmos, frumflytja efni af nýfæddum sólóferli sínum. Þá er mikill heiður fyrir Sónar Reykjavík að kynna að stærstu vonarstjörnur landsins í synthapoppi, Vök, munu heiðra gesti hátíðarinnar með tónleikum sínum. Í hinn alræmda kjallara bætast svo við nýjasti meðlimur bbbbbb fjölskyldunnar, Kuldaboli, og fremsti drum & bass hópur landsins, Hausar. Auk fyrrnefndra listamanna bætast einnig við dagskrána partídýrið Hermigervill, nýstirnið ROKKY, hinn framsækni Good Moon Deer, hávaðasérfræðingurinn Kjartan Holm, hinn áhugaverði teknósení Dynkur, danska elektrógyðjan IDK IDA, og múm og FM Belfast meðlimurinn Örvar Smárason, sem átti eina af bestu plötum síðasta árs, Light is Liquid. Þá er einnig gaman að segja frá því að fyrrverandi GusGus-meðlimurinn President Bongo og bassaleikarinn Óttar Sæmundsen munu flytja verkefið sitt Quadrantes. Miðasala á hátíðina er í fullum gangi inni á www.sonarreykjavik.com og á www.harpa.is/sonarListamenn sem nú eru kynntir til leiks:DAWN (US) Octavian (UK) GAS (DE) Vök Biggi Veira - GusGus dj set Floni Janus Rasmussen Live (FO) Logi Pedro Örvar Smárason Huginn Hermigervill President Bongo & Óttar S. Kuldaboli ROKKY Good Moon Deer Kjartan Holm Dynkur Hausar IDK IDA (DK)Áður hafði verið tilkynnt um eftirfarandi listamenn:Jon Hopkins (UK) Richie Hawtin (CA) Little Dragon (SE) Orbital (UK) Little Simz (UK) Objekt (UK) Kero Kero Bonito (UK) Avalon Emerson (US) Yves Tumor (US) FM Belfast Fatima Al Qadiri Live (KW) Bruce b2b Árni (UK/IS) Prins Póló Cherrie (SE) Sinjin Hawke & Zora Jones Live AV (CA/AT) Caterina Barbieri Live AV (IT) Auður Benjamin Damage LIVE (UK) Aïsha Devi (CH) JDFR dj. flugvél og geimskip JOYFULTALK (CA) Hildur upsammy (NE) GDRN Exos ClubDub Matthildur Hekla Alinka (US) DJ Margeir kef LAVIK SiGRÚN Halldór Eldjárn Lucius Works Here + Oxxlab (ES) Áskell Sólveig Matthildur Thorgerdur Johanna Milena Glowacka (PL) LaFontaine
Sónar Tónlist Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira