Hætta fjárstuðningi við öryggissveitir Palestínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 10:45 Mahmud Abbas, forseti Palestínu bað um að fjárhagsaðstoðinni yrði hætt. EPA/ALAA BADARNEH Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð. Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð.
Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira