Fyrirtækið Svanhóll ehf. hefur innkallað um 100 gallaðar pönnukökupönnur. Gallanum er lýst þannig á vef Neytendastofu að „halli handfangs er ekki réttur.“ Það veldur því að „erfitt er að handleika pönnuna við bakstur.“
„Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum sem áttu sér stað í þessari framleiðslulotu. Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir munu jafnframt fá nýjar merkingar og leiðbeiningar um hvernig eigi að meðhöndla pönnuna,“ segir á vef Neytendastofu.
Uppfært 10:30
Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. harmar að í tilkynningu Neytendastofu hafi viðskiptavinum verið beint til þeirra með hinar gölluðu pönnur. Hið rétta er þó að heildverslunin hefur enga aðkomu að málinu og getur því ekki aðstoðað eigendur pannanna.
