Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. Vísir/Vilhelm „Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
„Það eru ekki minni líkur á verkföllum eftir þennan dag en kröfur okkar snúa náttúrulega fyrst og fremst að atvinnurekendum og þeim verður þá bara fylgt eftir af meiri hörku,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ í samtali við fréttastofu um framhaldið í kjaraviðræðunum. Drífa bjóst við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í skattkerfisbreytingum en þau gerðu til að auka jöfnuð í samfélaginu. Drífa hefði fremur viljað sjá útfærsluna þannig að skattar yrðu hækkaðir á þá hæst launuðu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Það kemur henni á óvart að ekki hafi verið hróflað við tilfærslukerfum eins og barnabótum og vaxtabótum meira en þegar hafi verið gert. „Það er mjög auðveld leið til þess að koma stuðningi þangað sem hans er þörf,“ segir Drífa sem hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum.Nú þegar stjórnvöld hafa sýnt á spilin og verkalýðsforystan lýst yfir sárum vonbrigðum er þá eitthvað til þess að tala um með það fyrir augum að liðka fyrir viðræðunum? „Já, þau gætu náttúrulega komið með betri tillögur í skattamálum en ég sé ekki alveg hvernig framhaldið á þessum viðræðum á að vera,“ segir Drífa. Aðspurð um þær væntingar sem hún hafði fyrir fundinn segist Drífa hafa búist við að tillögurnar yrðu meðal annars skattalækkun upp á 15.000 krónur á mánuði í staðinn fyrir þær 6.760 krónu skattalækkun fyrir tekjulægstu hópana sem stjórnvöld hafa boðað. „Þau hafa vitað mjög vel hver okkar stefna er þannig að þau vissu svo sem alveg hvaða væntingar við höfðum,“ segir Drífa. Til þess að fjármagna skattkerfisbreytingarnar hyggjast stjórnvöld afnema samsköttun hjóna. Drífa segir að það sé í sjálfu sér ágætis jafnréttisaðgerð vegna þess að samsköttun hjóna nýtist fyrst og fremst tekjuhæstu karlmönnunum í samfélaginu.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir "Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
"Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Logi ósáttur við fyrirhugaðar skattabreytingar: „Ekkert hróflað við ofurlaunum eða fjármagnstekjum“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. 19. febrúar 2019 18:04
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir breytingar í skattamálum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir núna klukkan 17 fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu. 19. febrúar 2019 16:30