Erlent

Fílabeinsdrottningin fékk fimmtán ára dóm

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yang Feng Glan virðist hafa verið umsvifamikill fílabeinssmyglari.
Yang Feng Glan virðist hafa verið umsvifamikill fílabeinssmyglari. Mynd/Elephant Action League
Kínverska viðskiptakonan Yang Feng Glan var dæmt í fimmtán ára fangelsi í Tansaníu í dag fyrir hlutverk hennar í smygli á fílabeinum til Kína.

Yang hafði fengið viðurnefnið Fílabeinsdrottningin vegna málsins en hún var sakfelld fyrir að hafa komið að smygli á yfir 350 fílabeinum, skögultönnum á fílum, til Kína. Samkvæmt ákæru sem gefin var út árið 2015 var henni gefið að sök að hafa smyglað 860 fílabeinum til Kína á árunum 2000 til 2004 í samvinnu við tvö Tansaníubúa.

Neitaði hún sök en virði fílabeinanna var talið vera 5,6 milljónir dollara, um 700 milljónir króna. Yang hafði verið búsett í Dar es Salaam, höfuðborg Tansaníu um áratugaskeið og rak þar vinsælan kínverskan veitingastað.

Dómari í málinu dæmdi hana sem fyrr segir í fimmtán ár fangelsi ásamt vitorðsmönnum hennar. Þá þurfa þau að greiða tvöfalt markaðsvirði fílabeinanna í sekt ella dúsa tvö ár í viðbót í fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×