Segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu Víkurgarðs dapurlega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:43 Deilur hafa staðið í þónokkurn tíma um byggingu hótels á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi. Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Helgi Þorláksson, einn af varðmönnum Víkurgarðs, segir þá niðurstöðu að falla frá friðlýsingu alls garðsins dapurlega. Hann bendir á að ólöglegt sé að byggja á kirkjugarði. Hópurinn mun hittast í dag og ákveða frekari aðgerðir. Minjastofnun Íslands hefur dregið friðlýsingartillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs til baka. Deilur hafa staðið um byggingu hótels og staðsetningu á inngangi þess á Landsímareitnum. Lindarvatn ehf, eigandi fasteigna á reitnum, mun breyta teikningunni þannig að inngangur sem fyrirhugaður var gegnt Víkurgarði verði færður norðar. Helgi er í hópi þeirra sem standa vill vörð um garðinn. Í hans huga hafi krafan aldrei staðið um að breyta inngangi, heldur friða garðinn í heild. „Mér finnst þetta ömurlegt að það eigi að reisa þarna geisilega stórt og mikið hótel á mjög viðkvæmu svæði. Þetta er alltof stór bygging. Mér finnst hún til dæmis móðgun við Alþingi og friðhelgi Alþingis. Alþingismenn ætla einmitt að ræða þingsályktunartillögu um málið í dag og mér finnst að þeir ættu að taka fast á þessu máli. Það hafa verið hugmyndir um það að taka lóðina eignarnámi. Það er segja lóðina sem reisa á hótelið á. Ég styð það algjörlega,“ segir hann. Hann áttar sig ekki á af hverju gerður er munur á austur og vestur hluta garðsins. Friðlýsa eigi garðinn í heild. „Auk þess held ég að þetta sé ólöglegt því samkvæmt kirkjugarðalögum má ekki reisa mannvirki í aflögðum kirkjugarði. Í aflögðum kirkjugarði má aðeins vera almenningsgarður. Það er þó hægt að veita undanþágu frá þessu það má reisa mannvirki ef ráðherra leyfir, en ráðherra getur ekki tekið ákvörðun nema leita til kirkjugarðaráðs og þetta hefur ekkert verið gert. Borgin hefur aldrei gert þetta,“ segir Helgi.
Fornminjar Kirkjugarðar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira