Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 19:45 Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu. Ísland gekk í Schengen árið 1996 en samstarfið felst annars vegar í afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkja og hins vegar í samræmdum reglum um eftirlit á ytri landamærum. Dómsmálaráðherra kynnti í dag skýrslu um Schengen-samstarfið og þar sem meðal annars kemur fram að í síðustu úttekt sem gerð var á þátttöku Íslands í Schengen hafi komið í ljós að Ísland uppfylli ekki gæðakröfur og fram komu alvarlegir annmarkar á framkvæmd landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli og bent var á alvarlega veikleika í stjórnskipulagi málaflokksins í heild. Þá skorti mannafla skorti til þess að framkvæmdin uppfylli gæðakröfur svo dæmi séu tekin. Úttektin kom að öðru leyti almennt ágætlega út. Dómsmálaráðherra segir að fámenni þjóðarinnar hafi í þessu sambandi sitt að segja en bendir á að Ísland geti tekið þátt í ákvarðanatöku og mótun stefnu innan Schengen-samstarfsins. „Við höfum ekki alveg almennilega getað fullnægt öllum þeim kröfum undanfarin ár en það stendur nú mjög til bóta enda var sett verulegt aukið fjármagn í það að uppfæra kerfið og setja upp ný kerfi við landamæravörslu, fjölga landamæravörðum sem að var auðvitað löngu tímabært, til dæmis í Keflavík. Þannig að þetta horfir nú allt til bóta,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Hún segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen. „Ávinningur Íslands af þessu samstarfi er mun meiri heldur en þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir vegna þess,“ segir Sigríður. Innan nokkurra ára verður tekið í gagnið nýtt kerfi innan Schengen sem felur í sér eins konar forskoðun ferðamanna. „Árið 2022 þá er áformað að taka hér upp kerfi sem er kallað ETIAS sem að svona í grófum dráttum mætti líkja við það sem að menn þekkja þegar þeir fara til Bandaríkjanna, Íslendingar sem njóta áritunarfrelsis til Bandaríkjanna, en þurfa að tilkynna komu sína og forskrá ferðalög sín inn til landsins,“ útskýrir Sigríður en þessi forskráning mun einungis eiga við um borgara þeirra ríkja sem njóta áritunarfrelsis inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira