„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 12:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07
Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent