Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 18. febrúar 2019 11:30 Skeggrætt um líkindi lags Friðriks Ómars Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain með Ríhönnu. Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019 Eurovision Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019
Eurovision Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira