Giggs: Manchester United ætti að fastráða Solskjaer en segja engum frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 12:00 Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna marki með Manchester United. Geyty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira