Hefja samstarf um ljósleiðarasæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 08:41 Á myndinni má sjá hvernig sæstrengurinn myndi liggja. Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45