Sport

Ngannou rotaði Velasquez á 26 sekúndum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ngannou sussar á áhorfendur eftir rothöggið.
Ngannou sussar á áhorfendur eftir rothöggið. vísir/getty
Þungavigtarkappinn Francis Ngannou minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann pakkaði Cain Velasquez saman á bardagakvöldi UFC í Phoenix.

Það tók Ngannou aðeins 26 sekúndur að klára bardagann eins og sjá má hér að neðan.





Ngannou er þar af leiðandi strax kominn aftur í umræðuna um titilbeltið í þungavigtinni og Daniel Cormier þungavigtarmeistari tók bara vel í þann bardaga. Velasquez er góður vinur Cormier og meistarinn segist vera klár í að tuska Ngannou til.





Í næststærsta bardaga kvöldsins hafði Paul Felder betur gegn James Vick. Bardaginn fór allar þrjár loturnar en Felder vann á dómaraúrskurði.

Cynthia Calvillo lagði Cortney Casey einnig á dómaraúrskurði og Kron Gracie hengdi Alex Caceres í annarri lotu. Svo náði Vicente Luque að rota Bryan Barbarena í þriðju lotu.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×