800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 20:30 Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands. Grafík/Gvendur Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum