Íslendingar varist leyfislausa Eista Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:57 Forstjóri Fjármáleftirlitsins segir mál sem þessi fátíð. Fréttablaðið/Vilhelm Erlent fjármálafyrirtæki hefur sett sig í samband við íslenska fjárfesta að undanförnum og boðið þeim að stunda viðskipti, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Forstjóri Fjármáleftirlitsins segir mál sem þessi fátíð en að Íslendingar eigi að kynna sér vel þau fyrirtæki sem þeir hyggist eiga viðskipti við. Þá birti Fjármálaeftirlitið tilkynningu á síðu sinni um málið. Um er að ræða eistneska fyrirtækið Leadernet, sem Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að hafi hvorki tilkynnt íslenska né breska fjármálaeftirlitinu að það sé með starfsleyfi eða hafi í hyggju bjóða viðskipti yfir landamæri. „Ef þetta fyrirtæki væri með allt sitt á þurru þá hefði það gert það eins og mjög mörg fyrirtæki gera. Við erum með langan lista á vefsíðunni okkar yfir fyrirtæki sem hafa tilkynnt sig yfir landamærin og þá könnum við að það sé örugglega með starfsleyfi og slíkt og birtum lista yfir slík fyrirtæki því þetta er réttur innan evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Unnur. Ekki er vitað nákvæmlega á þessari stundu hvers konar viðskipti Leadernet hefur boðið íslendingum en Unnur segir að talið að um einhvers konar gjaldeyrisviðskipti sé að ræða og að svona mál reki ekki á fjörur eftirlitsins á hverjum degi. „Kannski vegna þess að rétturinn er svo ríkur að bjóða viðskipti yfir landamæri innan evrópska efnahagssvæðisins og þá nota menn þær aðferðir sem búið er að móta þar til þess að hlutirnir séu í lagi og að þeir séu með viðskipti sem eru uppi á borðinu.“ Unnur hvetur Íslendinga til að vera á varðbergi gagnvart erlendum fyrirtækjum sem þessum. „Þá er ljóst að þeir séu undir eftirliti og með sambærilegar reglur sem þeir þurfa að starfa eftir svo það sé öruggara að eiga viðskipti við slík fyrirtæki, til þess er þetta kerfi.“ Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira
Erlent fjármálafyrirtæki hefur sett sig í samband við íslenska fjárfesta að undanförnum og boðið þeim að stunda viðskipti, án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Forstjóri Fjármáleftirlitsins segir mál sem þessi fátíð en að Íslendingar eigi að kynna sér vel þau fyrirtæki sem þeir hyggist eiga viðskipti við. Þá birti Fjármálaeftirlitið tilkynningu á síðu sinni um málið. Um er að ræða eistneska fyrirtækið Leadernet, sem Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að hafi hvorki tilkynnt íslenska né breska fjármálaeftirlitinu að það sé með starfsleyfi eða hafi í hyggju bjóða viðskipti yfir landamæri. „Ef þetta fyrirtæki væri með allt sitt á þurru þá hefði það gert það eins og mjög mörg fyrirtæki gera. Við erum með langan lista á vefsíðunni okkar yfir fyrirtæki sem hafa tilkynnt sig yfir landamærin og þá könnum við að það sé örugglega með starfsleyfi og slíkt og birtum lista yfir slík fyrirtæki því þetta er réttur innan evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Unnur. Ekki er vitað nákvæmlega á þessari stundu hvers konar viðskipti Leadernet hefur boðið íslendingum en Unnur segir að talið að um einhvers konar gjaldeyrisviðskipti sé að ræða og að svona mál reki ekki á fjörur eftirlitsins á hverjum degi. „Kannski vegna þess að rétturinn er svo ríkur að bjóða viðskipti yfir landamæri innan evrópska efnahagssvæðisins og þá nota menn þær aðferðir sem búið er að móta þar til þess að hlutirnir séu í lagi og að þeir séu með viðskipti sem eru uppi á borðinu.“ Unnur hvetur Íslendinga til að vera á varðbergi gagnvart erlendum fyrirtækjum sem þessum. „Þá er ljóst að þeir séu undir eftirliti og með sambærilegar reglur sem þeir þurfa að starfa eftir svo það sé öruggara að eiga viðskipti við slík fyrirtæki, til þess er þetta kerfi.“
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira