Erlendir Eurovision-fræðingar spá Friðriki og Heiðrúnu áfram en segja Ella Grill eiga versta lag ársins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 11:54 Spennandi keppni framundan. Sean Tarbuck og James Maude er forfallnir aðdáendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en þeir bíða spenntir eftir seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þeir eru svo spenntir að þeir hafa spáð fyrir um úrslit kvöldsins en þeir telja næsta víst að Heiðrún Anna Björnsdóttir og Friðrik Ómar muni fara upp úr undankvöldinu og bætast í lið með Hatara og Heru Björk í úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll. Spá þeirra í heild má lesa á vefnum ESCUnited en þeir hafa áður tjáð sig um framlag Íslands í Eurovision.Fimm framlögum er teflt fram í kvöld en þau eru:Elli Grill, Skaði og Glymur - Jeijó, keyrum alla leiðÍvar Daníels - Þú bætir migHeiðrún Anna - HelgiTara Mobee - Betri án þínFriðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað? Sean og James gefa lögunum einkunn frá 0 og upp í 10.„Versta framlag til Eurovision-keppninnar í ár“ Lagið sem Elli Grill og félagar flytja fær 0 í einkunn frá James en 1 í einkunn frá Sean. Eru félagarnir nokkuð harðorðir í garð þessa lags. James segir Ella Grill hljóma eins og Gollrir úr Hringadróttinsþríleiknum. „Ef þú vilt hlusta á Gollrir yfir Ibiza-hvelli sem enskir lagerelskendur hefðu hoppað og skoppað við um síðustu aldamót, þá endilega gefðu þessu séns. Enn þetta er hræðilegt og þrátt fyrir að enn eigi nokkrar forkeppnir eftir að eiga sér stað, þá er ég viss um að þetta sé versta framlag til Eurovision-keppninnar í ár,“ segir James. „Ég hef skilning á því að þetta á að vera ferskt og skemmtilegt. En í hreinskilni sagt, og ég spara þetta fyrir sérstök tilefni, þetta er bara drasl. Engin fyrir utan Ísland mun skilja þetta, raddirnar eru pirrandi og þetta er algjör óreiða. Nei, takk,“ skrifar Sean.Ívar haldi sig við íslenskuna Lagið sem Ívar Daníels flytur fær aðeins mýkri meðferð frá félögunum sem gefa því níu í einkunn í heildina. James segir lagið vera áheyrilega rómantíska gítarballöðu og vonar hann að Ívar haldi í íslenska textann. „Rödd Ívars er dásamleg en kannski heyrði ég grófa útgáfu af laginu á Google Play því röddin virðist vera grafin í hljóðblönduninni. Haltu þig við íslenskuna og dragið aðeins niður í gítarnum og Ísland gæti verið með frambærilegt framlag.“ Sean líkir laginu við það sem Vinir Sjonna fluttu árið 2011 en telur lag Ívars ekki nógu sterkt til að sannfæra Íslendinga um að velja aftur poppskotið kántrí.Sterkasta framlagið, fyrir utan Hatara Lag Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur fær hæstu einkunnina frá þeim félögum, eða fjórtán í heildina. James segir rödd Heiðrúnar afar unglega en vekur athygli á því að það vanti í raun grípandi viðlag svo lagið geti náð til sem flestra. Sean segir þetta lag vera það sterkasta í keppninni, fyrir utan framlag Hatara.Segja lagið þjást af tilvistarkrísu Lag Töru Mobee fær 11 í heildareinkunn frá félögunum en þeim finnst rödd Töru gleymast í stórum hljómi undirspilsins. „Þetta lag þjáist af tilvistarkrísu,“ skrifar Sean sem segir lagið ekki nógu hnitmiðað til að grípa áhuga hans.Friðrik Ómar mun láta ljós sitt skína Lag Friðriks Ómars fær 13 í einkunn en þeir segja hann bera ábyrgð á einu besta partílagi Eurovision-sögunnar, This Is My Life, sem var framlag Íslands árið 2008. Lagið hafnaði í fjórtánda sæti í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Óskar. Þeir vonuðust eftir meira stuði frá Friðriki en segja þessa ballöðu gefa söngvaranum færi á að láta hæfileika sína skína fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og það muni koma honum í úrslitin.Verður „Einu lagi enn“ beitt? Útsendingin í kvöld hefst klukkan 19:45 en símatkvæði landsmanna ákveða hvaða tvö lög komast áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 2. mars. Nú þegar eru tvö lög komin í úrslitin, Hatrið mun sigra með Hatara og Eitt andartak með Heru Björk. Að öllu óbreyttu verða það fjögur lög sem munu keppa í úrslitunum en samkvæmt reglum keppninnar hefur framkvæmdastjórn hennar leyfi til að hleypa einu lagi til viðbótar áfram í úrslitin. Þetta ákvæði hefur gengið undir nafninu “wild card” en hefur nú fengið nafnið “Eitt lag enn“. Hvort þessu ákvæði verður beitt í kvöld mun koma ljós þegar úrslitin verða kynnt. Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Sean Tarbuck og James Maude er forfallnir aðdáendur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en þeir bíða spenntir eftir seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þeir eru svo spenntir að þeir hafa spáð fyrir um úrslit kvöldsins en þeir telja næsta víst að Heiðrún Anna Björnsdóttir og Friðrik Ómar muni fara upp úr undankvöldinu og bætast í lið með Hatara og Heru Björk í úrslitum Söngvakeppninnar sem fer fram í Laugardalshöll. Spá þeirra í heild má lesa á vefnum ESCUnited en þeir hafa áður tjáð sig um framlag Íslands í Eurovision.Fimm framlögum er teflt fram í kvöld en þau eru:Elli Grill, Skaði og Glymur - Jeijó, keyrum alla leiðÍvar Daníels - Þú bætir migHeiðrún Anna - HelgiTara Mobee - Betri án þínFriðrik Ómar - Hvað ef ég get ekki elskað? Sean og James gefa lögunum einkunn frá 0 og upp í 10.„Versta framlag til Eurovision-keppninnar í ár“ Lagið sem Elli Grill og félagar flytja fær 0 í einkunn frá James en 1 í einkunn frá Sean. Eru félagarnir nokkuð harðorðir í garð þessa lags. James segir Ella Grill hljóma eins og Gollrir úr Hringadróttinsþríleiknum. „Ef þú vilt hlusta á Gollrir yfir Ibiza-hvelli sem enskir lagerelskendur hefðu hoppað og skoppað við um síðustu aldamót, þá endilega gefðu þessu séns. Enn þetta er hræðilegt og þrátt fyrir að enn eigi nokkrar forkeppnir eftir að eiga sér stað, þá er ég viss um að þetta sé versta framlag til Eurovision-keppninnar í ár,“ segir James. „Ég hef skilning á því að þetta á að vera ferskt og skemmtilegt. En í hreinskilni sagt, og ég spara þetta fyrir sérstök tilefni, þetta er bara drasl. Engin fyrir utan Ísland mun skilja þetta, raddirnar eru pirrandi og þetta er algjör óreiða. Nei, takk,“ skrifar Sean.Ívar haldi sig við íslenskuna Lagið sem Ívar Daníels flytur fær aðeins mýkri meðferð frá félögunum sem gefa því níu í einkunn í heildina. James segir lagið vera áheyrilega rómantíska gítarballöðu og vonar hann að Ívar haldi í íslenska textann. „Rödd Ívars er dásamleg en kannski heyrði ég grófa útgáfu af laginu á Google Play því röddin virðist vera grafin í hljóðblönduninni. Haltu þig við íslenskuna og dragið aðeins niður í gítarnum og Ísland gæti verið með frambærilegt framlag.“ Sean líkir laginu við það sem Vinir Sjonna fluttu árið 2011 en telur lag Ívars ekki nógu sterkt til að sannfæra Íslendinga um að velja aftur poppskotið kántrí.Sterkasta framlagið, fyrir utan Hatara Lag Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur fær hæstu einkunnina frá þeim félögum, eða fjórtán í heildina. James segir rödd Heiðrúnar afar unglega en vekur athygli á því að það vanti í raun grípandi viðlag svo lagið geti náð til sem flestra. Sean segir þetta lag vera það sterkasta í keppninni, fyrir utan framlag Hatara.Segja lagið þjást af tilvistarkrísu Lag Töru Mobee fær 11 í heildareinkunn frá félögunum en þeim finnst rödd Töru gleymast í stórum hljómi undirspilsins. „Þetta lag þjáist af tilvistarkrísu,“ skrifar Sean sem segir lagið ekki nógu hnitmiðað til að grípa áhuga hans.Friðrik Ómar mun láta ljós sitt skína Lag Friðriks Ómars fær 13 í einkunn en þeir segja hann bera ábyrgð á einu besta partílagi Eurovision-sögunnar, This Is My Life, sem var framlag Íslands árið 2008. Lagið hafnaði í fjórtánda sæti í flutningi Friðriks Ómars og Regínu Óskar. Þeir vonuðust eftir meira stuði frá Friðriki en segja þessa ballöðu gefa söngvaranum færi á að láta hæfileika sína skína fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og það muni koma honum í úrslitin.Verður „Einu lagi enn“ beitt? Útsendingin í kvöld hefst klukkan 19:45 en símatkvæði landsmanna ákveða hvaða tvö lög komast áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 2. mars. Nú þegar eru tvö lög komin í úrslitin, Hatrið mun sigra með Hatara og Eitt andartak með Heru Björk. Að öllu óbreyttu verða það fjögur lög sem munu keppa í úrslitunum en samkvæmt reglum keppninnar hefur framkvæmdastjórn hennar leyfi til að hleypa einu lagi til viðbótar áfram í úrslitin. Þetta ákvæði hefur gengið undir nafninu “wild card” en hefur nú fengið nafnið “Eitt lag enn“. Hvort þessu ákvæði verður beitt í kvöld mun koma ljós þegar úrslitin verða kynnt.
Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira