Erlent

Yfirvöld í Hong Kong gerðu 40 kíló af nashyrningshornum upptæk

Andri Eysteinsson skrifar
Smygl nashyrningshorna fer í gegnum fjölmörg ríki Suð-Austur Asíu. Hér sýna tollverðir í Taílandi fjölda horna sem þeir höfðu gert upptæk.
Smygl nashyrningshorna fer í gegnum fjölmörg ríki Suð-Austur Asíu. Hér sýna tollverðir í Taílandi fjölda horna sem þeir höfðu gert upptæk. EPA/ Rungroj Yongrit
Yfirvöld í Hong Kong höfðu hendur í hári tveggja smyglara á alþjóðaflugvellinum í borginni í dag.

Mennirnir tveir voru á leið frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku til Ho Chi Minh í Víetnam með viðkomu í Hong Kong. Meðferðis höfðu mennirnir 24 afsöguð nashyrningshorn sem vógu samtals um 40 kg, hornin voru gerð upptæk af tollyfirvöldum.

Samkvæmt frétt BBC mun heildarverðmæti hornanna vera í kringum eina milljón dala eða um 119 milljónir íslenskra króna.

Rúmar tvær vikur eru frá því að yfirvöld í Hong Kong lögðu hald á átta tonn af hreistri hreisturdýrs (e. Pangolin) og yfir þúsund fíla-skögultennur, sem flutt var frá Nígeríu.

Dýraafurðirnar eru allar taldar hafa læknisfræðilega eiginleika, til dæmis í Kína og Víetnam. Aðsókn asíuríkjanna í afurðirnar ýtir því undir veiðiþjófnað á sléttum Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×