Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 19:56 Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira