Erlent

Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar

Kjartan Kjartansson skrifar
Árásin vakti mikla reiði. Hér brenna indverskir karlar fána Pakistans.
Árásin vakti mikla reiði. Hér brenna indverskir karlar fána Pakistans. Vísir/EPA
Stjórnvöld á Indlandi saka pakistönsk stjórnvöld um að hafa brugðist í að taka á herskáum hópi íslamista sem lýsti ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem banaði 46 hermönnum í Kasmírhéraði í gær. Hóta Indverjar að einangra Pakistana algerlega á alþjóðavettvangi vegna hennar.

Arun Jaitley, alríkisráðherra Indlands, segir stjórnvöld muni neyta „allra diplómatískra leiða“ til að slíta tengsl Pakistans við alþjóðasamfélagið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Árásin í gær var sú mannskæðasta í héraðinu sem Indverjar og Pakistanar deila um í áratugi.

Indverjar saka Pakistani um að hafa veitt Jaish-e-Mohammad, öfgahópnum sem stóð að árásinni, skálkaskjól. Því hafna pakistönsk stjórnvöld alfarið. Engu að síður vilja Indverjar að hópurinn verði beittur alþjóðlegum refsiaðgerðum og að leiðtogi þeirra verði settur á lista öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yfir hryðjuverkamenn.

Árásarmaðurinn ók bíl fullum af sprengiefni inn í bílalest 78 bifreiða sem flutti indverska hermenn frá Srinagar, höfuðborg Kasmír.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×