Varúð: Tótó-kúrinn Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. febrúar 2019 07:00 Leiðinlegasta fólk í heimi hefur leyst lífsgátuna og bara verður síðan, með hrossaflugur þráhyggjunnar í höfðinu, að troða visku sinni, lausnum og lífsstíl upp á aðra. Í þessu úldna mengi eru trúarbrjálæðingarnir vitaskuld verstir og hættulegastir. Þar fyrir utan eru engir verri en þeir sem hafa komist að því hvaða mataræði hentar þeim best og ætlast til þess að allir aðrir éti það sama. Og hvers vegna? Jú, þá lifi ég lengur, verð ekki of feitur, hressari og lífsglaðari. Í alvöru? Ég hef enga trú á því að fólk sem leggst í sturlað matartrúboð sé í mjög góðu andlegu jafnvægi. Atkins, vegan, Scarsdale, lágkolvetnablabla, carnivore, fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman hefur engu breytt um það að fólk er alltaf að drepast úr spiki og lífsstílssjúkdómum. Jafnvel bara leiðindum og krónísku andlegu harðlífi? Síðustu þrjá áratugina hef ég verið að þróa Tótó-kúrinn með þrotlausum tilraunum á sjálfum mér. Ég hef alltaf verið undir kjörþyngd en samt gengur þessi kúr út á það að ég ét það sem mér sýnist þegar mér sýnist. Ég borða aldrei neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir 18 á daginn. Forðast grænmeti og ávexti og drep hungrið niður yfir daginn með svörtu kaffi, sígarettum og kolsvörtu Kóka Kóla. Þetta virkar rosalega vel fyrir mig en mér dytti samt aldrei til hugar að reyna að troða þessum lífsstíl upp á nokkra aðra manneskju. Ekki nema hún höndli krónískt þunglyndi, síþreytu og að fá allar umgangspestar yfir sig af þreföldum þunga. Tótó-kúrinn virkar eiginlega bara fyrir fólk sem veit að langlífi er ofmetið og að lífið snýst um að njóta þess í mat og drykk á meðan maður getur og enda sem fallegt lík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Leiðinlegasta fólk í heimi hefur leyst lífsgátuna og bara verður síðan, með hrossaflugur þráhyggjunnar í höfðinu, að troða visku sinni, lausnum og lífsstíl upp á aðra. Í þessu úldna mengi eru trúarbrjálæðingarnir vitaskuld verstir og hættulegastir. Þar fyrir utan eru engir verri en þeir sem hafa komist að því hvaða mataræði hentar þeim best og ætlast til þess að allir aðrir éti það sama. Og hvers vegna? Jú, þá lifi ég lengur, verð ekki of feitur, hressari og lífsglaðari. Í alvöru? Ég hef enga trú á því að fólk sem leggst í sturlað matartrúboð sé í mjög góðu andlegu jafnvægi. Atkins, vegan, Scarsdale, lágkolvetnablabla, carnivore, fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman hefur engu breytt um það að fólk er alltaf að drepast úr spiki og lífsstílssjúkdómum. Jafnvel bara leiðindum og krónísku andlegu harðlífi? Síðustu þrjá áratugina hef ég verið að þróa Tótó-kúrinn með þrotlausum tilraunum á sjálfum mér. Ég hef alltaf verið undir kjörþyngd en samt gengur þessi kúr út á það að ég ét það sem mér sýnist þegar mér sýnist. Ég borða aldrei neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir 18 á daginn. Forðast grænmeti og ávexti og drep hungrið niður yfir daginn með svörtu kaffi, sígarettum og kolsvörtu Kóka Kóla. Þetta virkar rosalega vel fyrir mig en mér dytti samt aldrei til hugar að reyna að troða þessum lífsstíl upp á nokkra aðra manneskju. Ekki nema hún höndli krónískt þunglyndi, síþreytu og að fá allar umgangspestar yfir sig af þreföldum þunga. Tótó-kúrinn virkar eiginlega bara fyrir fólk sem veit að langlífi er ofmetið og að lífið snýst um að njóta þess í mat og drykk á meðan maður getur og enda sem fallegt lík.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun