Svekktur en um leið sáttur Hjörvar Ólafsson skrifar 15. febrúar 2019 18:30 Baldur Vilhelmsson dreymir um að komast á VetrarÓL. Mynd/ Christian Christiansen Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira