Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2019 14:00 Frá Vogaskóla í morgun. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06