Syngja um ástina Sólveig Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2019 14:00 Stefán Þór Þorgeirsson í Barbara og Ester Auðunsdóttir í Lyriku verða í Iðnó í kvöld að syngja ástarlög með sönghópunum sínum. Tilvaldir tónleikar fyrir ástfangið fólk og alla aðra sem trúa á ástina. Fréttablaðið/Eyþór Ester Auðunsdóttir, ein af fjórum söngkonum Lyriku, og Stefán Þór Þorgeirsson í Barbara eru spennt fyrir Valentínusardeginum. Þau klæða sig vafalaust upp á í nafni ástarinnar og svara hér nokkrum laufléttum spurningum og skemmtilegum spurningum um tískuna.StefánHvernig myndir þú lýsa þínum stíl?Ég er oft að vinna með casual og þægileg föt. Rúllukragapeysur og prjónapeysur, sérstaklega yfir vetrartímann. Þær fara líka vel með Timberland eða jafnvel fínni skóm.Hvar kaupir þú fötin þín?Ég kaupi föt aðallega erlendis, ég er mest í Japan eða á Spáni þannig að fatavalið er fjölbreytt.Eyðir þú miklu í föt?Ég eyði ekki mjög miklu í föt heldur reyni að finna áhugaverðar flíkur á skikkanlegu verði. Hver er uppáhaldsflíkin þín?Uppáhaldsflíkin mín er svört peysa frá Osaka í Japan sem er heldur mínímalísk nema að á ermunum er plómu-emoji með Hipster skrifað á plómuna.Helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti?Minn helsti veikleiki í tísku er líklega tilhneigingin til að vera í svörtu eða bláu, það væri gaman að vera litríkari. Ég á mér engar fyrirmyndir í tísku en það er mjög gaman að ganga um Harajuku hverfið í Tókýó og sjá allar flottu týpurnar.Hvað er framundan?Framundan er útgáfa á japanskri heimildaseríu sem ég tók síðasta sumar. EsterHvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Einhvers konar fusion stíll. Finnst mjög gaman að blanda saman mismunandi stílum og svo hef ég mjög gaman af fötum sem eru nógu ljót til að vera flott.Hvar kaupir þú fötin þín?Í rauninni bara alls staðar, upp á síðkastið hafa Spúútnik, Stefánsbúð og Húrra Reykjavík verið í uppáhaldi. Finnst samt mikilvægt að reyna að forðast fast fashion merki eftir bestu getu og kaupa frekar færri og betri flíkur.Eyðir þú miklu í föt?Ég held að ég eyði ekki mjög miklu í föt en útsölutíminn reynir á.Hver er uppáhaldsflíkin þín?Ég var að fá mér Henrik Vibskov buxur sem eru í miklu uppáhaldi einmitt núna.Uppáhaldshönnuður?Vivienne Westwood.Helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? Það tekur mig oft óþarflega langan tíma að setja saman outfit og stundum tek ég sénsa í tísku sem ganga ekki alveg upp.Hvað er framundan?Eins og er þá er ég að taka starfsnám í gullsmíði hjá Anna María Design. En það sem er helst á döfinni þessa dagana eru Valentínusartónleikar sem sönghópurinn minn, Lyrika, heldur í Iðnó fimmtudaginn 14. febrúar ásamt kvartettinum Barbara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ester Auðunsdóttir, ein af fjórum söngkonum Lyriku, og Stefán Þór Þorgeirsson í Barbara eru spennt fyrir Valentínusardeginum. Þau klæða sig vafalaust upp á í nafni ástarinnar og svara hér nokkrum laufléttum spurningum og skemmtilegum spurningum um tískuna.StefánHvernig myndir þú lýsa þínum stíl?Ég er oft að vinna með casual og þægileg föt. Rúllukragapeysur og prjónapeysur, sérstaklega yfir vetrartímann. Þær fara líka vel með Timberland eða jafnvel fínni skóm.Hvar kaupir þú fötin þín?Ég kaupi föt aðallega erlendis, ég er mest í Japan eða á Spáni þannig að fatavalið er fjölbreytt.Eyðir þú miklu í föt?Ég eyði ekki mjög miklu í föt heldur reyni að finna áhugaverðar flíkur á skikkanlegu verði. Hver er uppáhaldsflíkin þín?Uppáhaldsflíkin mín er svört peysa frá Osaka í Japan sem er heldur mínímalísk nema að á ermunum er plómu-emoji með Hipster skrifað á plómuna.Helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti?Minn helsti veikleiki í tísku er líklega tilhneigingin til að vera í svörtu eða bláu, það væri gaman að vera litríkari. Ég á mér engar fyrirmyndir í tísku en það er mjög gaman að ganga um Harajuku hverfið í Tókýó og sjá allar flottu týpurnar.Hvað er framundan?Framundan er útgáfa á japanskri heimildaseríu sem ég tók síðasta sumar. EsterHvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Einhvers konar fusion stíll. Finnst mjög gaman að blanda saman mismunandi stílum og svo hef ég mjög gaman af fötum sem eru nógu ljót til að vera flott.Hvar kaupir þú fötin þín?Í rauninni bara alls staðar, upp á síðkastið hafa Spúútnik, Stefánsbúð og Húrra Reykjavík verið í uppáhaldi. Finnst samt mikilvægt að reyna að forðast fast fashion merki eftir bestu getu og kaupa frekar færri og betri flíkur.Eyðir þú miklu í föt?Ég held að ég eyði ekki mjög miklu í föt en útsölutíminn reynir á.Hver er uppáhaldsflíkin þín?Ég var að fá mér Henrik Vibskov buxur sem eru í miklu uppáhaldi einmitt núna.Uppáhaldshönnuður?Vivienne Westwood.Helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? Það tekur mig oft óþarflega langan tíma að setja saman outfit og stundum tek ég sénsa í tísku sem ganga ekki alveg upp.Hvað er framundan?Eins og er þá er ég að taka starfsnám í gullsmíði hjá Anna María Design. En það sem er helst á döfinni þessa dagana eru Valentínusartónleikar sem sönghópurinn minn, Lyrika, heldur í Iðnó fimmtudaginn 14. febrúar ásamt kvartettinum Barbara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira