„Paul Pogba á að skammast sín“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 13:30 Paul Pogba fékk rautt spjald í gærkvöldi. vísir/getty Paul Pogba átti ekki sinn besta leik í gærkvöldi þegar að Manchester United tapaði, 2-0, fyrir PSG í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Franski miðjumaðurinn hefur aftur á móti verið ótrúlegur undanfarnar vikur eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af José Mourinho. Samband Pogba og Mourinho var alls ekki gott og virtist Frakkinn á útleið. Pogba skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 17 leikjum undir stjórn Mourinho í ensku úrvalsdeildinni en undir stjórn Solskjær er hann búinn að skora átta mörk og gefa fimm stoðsendingar í níu leikjum. Iain Dowie, fyrrverandi leikmaður og stjóri í úrvalsdeildinni, hefur mikið dálæti á Pogba sem leikmanni en honum finnst skrítið hvað fyrri hluti tímabilsins og framkoma Pogba sem og frammistaða hans á þeim tíma hefur gleymst í gleðinni. „Ég er mikill aðdáandi Pogba. Hann er heimsklassa leikmaður en hann ætti að skammast sín fyrir það hvernig hann stóð sig fyrri hluta leiktíðar. Fleiri ættu að gera slíkt hið sama. Það þýðir ekkert bara að mæta allt í einu og skora átta mörk í níu leikjum og þá gleymist allt sem á undan gekk,“ segir Dowie. „Þrátt fyrir að þú lendir upp á kant við knattspyrnustjórann, sem er einn sá besti í heiminum, eru vonbrigði að þú standir þig ekki betur fyrir þennan mann sem er að reyna að fá það besta út úr þér og fékk þig aftur til félagsins.“ „Það eru allir búnir að gleyma þessu því Pogba er að spila svo vel. Hann er heimsmeistari og frábær leikmaður. Hann átti aldrei að lenda í þessu stappi við stjórann. Bara stolt hans hefði átt að koma í veg fyrir það,“ segir Iain Dowie. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00 Draxler: Við getum stöðvað Pogba Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford. 12. febrúar 2019 17:15 BBC: Tapið í gær er ekki Solskjær að kenna heldur áralangri óstjórn hjá United Ole Gunnar Solskjær fékk í gær að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn síðan hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United fyrri rúmum átta vikum. 13. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Paul Pogba átti ekki sinn besta leik í gærkvöldi þegar að Manchester United tapaði, 2-0, fyrir PSG í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Franski miðjumaðurinn hefur aftur á móti verið ótrúlegur undanfarnar vikur eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af José Mourinho. Samband Pogba og Mourinho var alls ekki gott og virtist Frakkinn á útleið. Pogba skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 17 leikjum undir stjórn Mourinho í ensku úrvalsdeildinni en undir stjórn Solskjær er hann búinn að skora átta mörk og gefa fimm stoðsendingar í níu leikjum. Iain Dowie, fyrrverandi leikmaður og stjóri í úrvalsdeildinni, hefur mikið dálæti á Pogba sem leikmanni en honum finnst skrítið hvað fyrri hluti tímabilsins og framkoma Pogba sem og frammistaða hans á þeim tíma hefur gleymst í gleðinni. „Ég er mikill aðdáandi Pogba. Hann er heimsklassa leikmaður en hann ætti að skammast sín fyrir það hvernig hann stóð sig fyrri hluta leiktíðar. Fleiri ættu að gera slíkt hið sama. Það þýðir ekkert bara að mæta allt í einu og skora átta mörk í níu leikjum og þá gleymist allt sem á undan gekk,“ segir Dowie. „Þrátt fyrir að þú lendir upp á kant við knattspyrnustjórann, sem er einn sá besti í heiminum, eru vonbrigði að þú standir þig ekki betur fyrir þennan mann sem er að reyna að fá það besta út úr þér og fékk þig aftur til félagsins.“ „Það eru allir búnir að gleyma þessu því Pogba er að spila svo vel. Hann er heimsmeistari og frábær leikmaður. Hann átti aldrei að lenda í þessu stappi við stjórann. Bara stolt hans hefði átt að koma í veg fyrir það,“ segir Iain Dowie.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00 Draxler: Við getum stöðvað Pogba Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford. 12. febrúar 2019 17:15 BBC: Tapið í gær er ekki Solskjær að kenna heldur áralangri óstjórn hjá United Ole Gunnar Solskjær fékk í gær að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn síðan hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United fyrri rúmum átta vikum. 13. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG Manchester United er svo gott sem úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka tap fyrir Paris Saint-Germain á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. 12. febrúar 2019 22:00
Draxler: Við getum stöðvað Pogba Það er stórleikur í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld er Manchester United tekur á móti franska ofurliðinu PSG á Old Trafford. 12. febrúar 2019 17:15
BBC: Tapið í gær er ekki Solskjær að kenna heldur áralangri óstjórn hjá United Ole Gunnar Solskjær fékk í gær að kynnast taptilfinningunni í fyrsta sinn síðan hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United fyrri rúmum átta vikum. 13. febrúar 2019 08:00