Ráðherrar hafa ekki ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 19:30 Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar. Í kynningarskýrslu um stöðu gæslunnar sem hefur verið til umfjöllunar í þjóðaröryggisráði kemur fram að lágmarksviðbragðsgeta gæslunnar sé ekki tryggð. Í samtali við fréttastofu kveðst Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vera meðvituð um stöðuna og það gríðarstóra hlutverk sem Landhelgisgæslan gegni.Sjá einnig: Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Hún bendir á að þegar hafi verið brugðist við með ýmsum hætti að undanförnu til að efla gæsluna. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir ljóst að það hafi þurft að bæta í reksturinn. „Það liggur fyrir að við erum búin að bæta við einni þyrluáhöfn og búið að ákveða að kaupa þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum sem er forgangsröðun sem er sátt um. En það liggur líka fyrir að það má lengi gera betur til að sinna þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsættisráðherra en hún er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs. „Við auðvitað settum þetta á dagskrá þjóðaröryggisráðs vegna þess að auðvitað þurfum við að vera upplýst um það hvernig þessu eftirliti er háttað og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir þannig að ég vænti þess að þetta verði með reglubundnum hætti á dagskrá ráðsins,“ segir Katrín. Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar. Í kynningarskýrslu um stöðu gæslunnar sem hefur verið til umfjöllunar í þjóðaröryggisráði kemur fram að lágmarksviðbragðsgeta gæslunnar sé ekki tryggð. Í samtali við fréttastofu kveðst Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vera meðvituð um stöðuna og það gríðarstóra hlutverk sem Landhelgisgæslan gegni.Sjá einnig: Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Hún bendir á að þegar hafi verið brugðist við með ýmsum hætti að undanförnu til að efla gæsluna. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir ljóst að það hafi þurft að bæta í reksturinn. „Það liggur fyrir að við erum búin að bæta við einni þyrluáhöfn og búið að ákveða að kaupa þrjár nýjar þyrlur á næstu fimm árum sem er forgangsröðun sem er sátt um. En það liggur líka fyrir að það má lengi gera betur til að sinna þessu umfangsmikla verkefni,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsættisráðherra en hún er jafnframt formaður þjóðaröryggisráðs. „Við auðvitað settum þetta á dagskrá þjóðaröryggisráðs vegna þess að auðvitað þurfum við að vera upplýst um það hvernig þessu eftirliti er háttað og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir þannig að ég vænti þess að þetta verði með reglubundnum hætti á dagskrá ráðsins,“ segir Katrín.
Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15 Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. 11. febrúar 2019 06:15
Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11. febrúar 2019 13:03