Spurði Gylfa út í vandamálin hjá Everton, markamet og HM-þreytu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira