Lífið

Ætlaði sér fyrst að gera sex þætti en nú eru þeir orðnir 130 og fleiri á leiðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri hefur kíkt inn á heimili Íslendinga í mörg ár.
Sindri hefur kíkt inn á heimili Íslendinga í mörg ár. visir/stefán
„Fyrst áttu þættirnir að vera sex en ég var ekki viss um að það væri hægt að fá fólk til að opna heimili sín svo auðveldlega. Nú tæplega sjö árum síðar eru þeir orðnir yfir 130 og aldrei verið vinsælli,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason sem fer af stað með nýja þáttaröð af Heimsókn næsta miðvikudag.

„Við verðum á ferð og flugi eins og svo oft áður, fylgjumst með þegar heimili eru tekin í gegn frá a til ö, förum til Magga Scheving, Helgu Brögu, verðum í Beverly Hills, hittum smekklega flugfreyju, skemmtilegan tannlækni, líflegar samfélagsstjörnur, unga og smekklega fyrirtækjaeigendur, förum í geggjað penthouse, sjáum hvernig gamalt hús í Fossvoginum er tekið í gegn en á sama hátt og var gert 1978 og svona mætti lengi telja,“ segir Sindri sem lofar góðri skemmtun. Fyrsti viðmælandi Sindra verður Signý Jóna Tryggvadóttir, flugfreyja.

„Hún á æðislegt hús í Hafnarfirðinum þar sem hún býr ásamt eiginmanni og syni. Hún er bæði skemmtileg og smekklegt og ég hlakka til að sýna fólki þáttinn og þættina sem verða á miðvikudagskvöldum til vors.“

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Heimsókn sem fer í loftið á miðvikudagskvöldið.

Klippa: Sýnishorn - Átti fyrst að vera sex þættir en eru orðnir 130





Fleiri fréttir

Sjá meira


×